Liuzzi: Markmiðið að minnka bilið í forystubílanna 3. maí 2011 13:35 Viantonio LIuzzi á Hispania bílnum í Kína á dögunum. Mynd: Getty Images/Clive Mason Ítalinn Viantonio Liuzzi hjá Formúlu 1 liði Hispania segir að lið sitt gæti komið á óvart í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi, en þá keppir hann ásamt liðsfélaga sínum Narain Karthikeyan frá Indlandi á Istanbúl Park brautinni. „Istanbúl Park er tæknileg braut og ég nýt mín vel á henni. Ég man að árið 2006 komst ég úr 16. sæti í það sjötta með góðri ræsingu, en gat ekki fylgt því eftir, vegna bilunnar í drifbúnaði", sagði Liuzzi í fréttatilkynninu frá Hispania. Liuzzi og Karthikeyan eru að keppa á fyrsta ári með Hispania liðinu, sem byrjaði að keppa í fyrra í Formúlu 1. Liuzzi var með Force India liðinu í fyrra, en Kathikeyan hefur verið fjarri góðu gamni í mörg ár. „Ég býst við líflegu móti og mikið af framúrakstri. Beygja átta er engu annarri lík og er sérlega erfið ef þú ert á bíl með lítið niðurtog. Þá er auðvelt að missa afturendann út og út spýtast úr aksturslínunni. Við ættum að standa betur að vígi en áður, í Tyrklandi, vegna nýrra hluta sem verða í bílnum. Hver mínúta í akstri á brautinni mun skipta okkur máli", sagði Liuzzi, en Hispania liðið náði ekki að mæta á vetraræfingar keppnisliða fyrir tímabilið. „Markmið okkar í Tyrklandi er að staðfesta að nýjungarnar í bílnum virki og að minnka bilið í forystbílanna. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá gætum við komið mörgu fólki á óvart. Með því að minnka bilið í önnur lið og sýna að við tökum þessu af alvöru", sagði Liuzzi. Karthikeyan hefur aðeins einu sinni ekið á Istanbúl Park brautinni. Það var árið 2005 með Jordan og þá gekk hvorki né rak vegna bilunnar í bílnum hans. „Ég á ekki góðar minningar um mótið, en minningarnar um Tyrkland sem slíkt eru frábærar. Fólkið er vingjarnlegt og maturinn stórkostlegur", sagði Karthikeyan. „Ég vonast til að halda áfram á sama hátt og í Sjanghæ, að komast á leiðarenda. Safna þannig mikilvægum upplýsingum og færast nær því að fullnýta möguleikanna sem búa í F111 bílnum. Við erum á réttri leið, eftir fyrsta mótið okkar í Malasíu. Ég er viss að endurbætur á bílnum sem verða til staðar í Tyrklandi mun þoka okkur skrefi nær þeim liðum sem eru rétt á undan okkur", sagði Karthikeyan. Formúla Íþróttir Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ítalinn Viantonio Liuzzi hjá Formúlu 1 liði Hispania segir að lið sitt gæti komið á óvart í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi, en þá keppir hann ásamt liðsfélaga sínum Narain Karthikeyan frá Indlandi á Istanbúl Park brautinni. „Istanbúl Park er tæknileg braut og ég nýt mín vel á henni. Ég man að árið 2006 komst ég úr 16. sæti í það sjötta með góðri ræsingu, en gat ekki fylgt því eftir, vegna bilunnar í drifbúnaði", sagði Liuzzi í fréttatilkynninu frá Hispania. Liuzzi og Karthikeyan eru að keppa á fyrsta ári með Hispania liðinu, sem byrjaði að keppa í fyrra í Formúlu 1. Liuzzi var með Force India liðinu í fyrra, en Kathikeyan hefur verið fjarri góðu gamni í mörg ár. „Ég býst við líflegu móti og mikið af framúrakstri. Beygja átta er engu annarri lík og er sérlega erfið ef þú ert á bíl með lítið niðurtog. Þá er auðvelt að missa afturendann út og út spýtast úr aksturslínunni. Við ættum að standa betur að vígi en áður, í Tyrklandi, vegna nýrra hluta sem verða í bílnum. Hver mínúta í akstri á brautinni mun skipta okkur máli", sagði Liuzzi, en Hispania liðið náði ekki að mæta á vetraræfingar keppnisliða fyrir tímabilið. „Markmið okkar í Tyrklandi er að staðfesta að nýjungarnar í bílnum virki og að minnka bilið í forystbílanna. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá gætum við komið mörgu fólki á óvart. Með því að minnka bilið í önnur lið og sýna að við tökum þessu af alvöru", sagði Liuzzi. Karthikeyan hefur aðeins einu sinni ekið á Istanbúl Park brautinni. Það var árið 2005 með Jordan og þá gekk hvorki né rak vegna bilunnar í bílnum hans. „Ég á ekki góðar minningar um mótið, en minningarnar um Tyrkland sem slíkt eru frábærar. Fólkið er vingjarnlegt og maturinn stórkostlegur", sagði Karthikeyan. „Ég vonast til að halda áfram á sama hátt og í Sjanghæ, að komast á leiðarenda. Safna þannig mikilvægum upplýsingum og færast nær því að fullnýta möguleikanna sem búa í F111 bílnum. Við erum á réttri leið, eftir fyrsta mótið okkar í Malasíu. Ég er viss að endurbætur á bílnum sem verða til staðar í Tyrklandi mun þoka okkur skrefi nær þeim liðum sem eru rétt á undan okkur", sagði Karthikeyan.
Formúla Íþróttir Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira