Handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi við Reyni Þór Reynisson, þjálfara meistaraflokks karla, að hann láti af störfum hjá félaginu. Þetta tilkynntu Framarar í dag.
Reynir Þór var ráðinn þjálfari Fram fyrir rúmu ári síðan en hann tók þá við starfinu af Einari Jónssyni sem stýrði liðinu tímabundið eftir að Viggó Sigurðssyni var sagt upp störfum.
Þar áður var Reynir þjálfari kvennaliðs Fylkis en hann hefur einnig þjálfað hjá Víkingi.
Undir stjórn Reynis hafnaði Fram í þriðja sæti N1-deildar karla en liðið féll út í undanúrslitum úrslitakeppninnar þar sem liðið mætti FH. Fram komst í undanúrslit bikarkeppninnar sem og deildarbikarsins á tímabilinu.
Reynir Þór hættur hjá Fram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti




Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn



Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti
