Sól og blíða var á brautinni og Vettel náði aksturstímanum 1.26.037, og var 0.001 sekúndu fljótari en Schumacher. Mark Webber á Red Bull varð þriðji og Nico Rosberg fjórði.
Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi Schumachers, en margir aðdáendur hans hafa beðið eftir því að hann kæmist í toppslaginn. Hann hefur aldrei náð í lokaumferð tímatökunnar í mótum ársins og spurning hvað gerist á eftir.
Schumacher er sjöfaldur meistari í Formúlu 1, en vann síðast keppni í Kína árið 2006. Hann dró sig síðan í hlé í þrjú ár og keppti á ný í fyrra, en hefur ekki komist á verðlaunapall.
Brautarlýsing á Istanbúl Park.
Tímarnir af autosport.com
1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m26.037s 17
2. Michael Schumacher Mercedes 1m26.038s + 0.001s 17
3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m26.404s + 0.367s 16
4. Nico Rosberg Mercedes 1m26.420s + 0.383s 19
5. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m26.578s + 0.541s 17
6. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m26.726s + 0.689s 14
7. Vitaly Petrov Renault 1m26.755s + 0.718s 20
8. Fernando Alonso Ferrari 1m26.819s + 0.782s 12
9. Felipe Massa Ferrari 1m26.883s + 0.846s 12
10. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m27.080s + 1.043s 16
11. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m27.121s + 1.084s 20
12. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m27.255s + 1.218s 18
13. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m27.318s + 1.281s 19
14. Nick Heidfeld Renault 1m27.379s + 1.342s 17
15. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m27.528s + 1.491s 19
16. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m27.644s + 1.607s 18
17. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m27.724s + 1.687s 15
18. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m27.976s + 1.939s 19
19. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m28.911s + 2.874s 15
20. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m29.697s + 3.660s 17
21. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m31.097s + 5.060s 25
22. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m31.175s + 5.138s 19
23. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m31.375s + 5.338s 19
24. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth 1m32.009s + 5.972s 15