Ríkustu menn Bretlands verða ríkari 9. maí 2011 08:47 Laksmi Mittal heldur sæti sínu á toppnum. MYND/AP Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. Blaðið tekur saman auð þúsund ríkustu Breta hvers árs og í ár hefur hópurinn aukið velsæld sína um 18 prósent miðað við síðasta ár. Milljarðamæringum í pundum talið hefur einnig fjölgað, þeir eru 73 í ár en voru aðeins 53 á sama tíma í fyrra og vantar aðeins tvo, til að jafna metið sem sett var rétt fyrir hrun. Þá komast 108 konur á listann í ár og er það í fyrsta sinn sem hlutur kvenna fer yfir tíu prósent. Samanlagður auður Bretanna er 395 milljarðar punda og vantar ekki mikið upp á að eldra metið frá árinu 2008 sé slegið en þá var var summan 413 milljarðar. Indverski stálmógúllinn Laksmi Mittal er efstur á listanum eins og síðustu ár. Hann er metinn á 17,5 milljarða punda, eða rúma þrjúþúsund milljarða króna, sem er fimm milljörðum punda minna en í fyrra. Hann er því sá einstaklingur sem mestu hefur tapað á milli ára þó það komi lítið að sök. Úsbekinn Alisher Usmanov, sem meðal annars á stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal er í öðru sæti og Rússinn Roman Abramovich er í þriðja sætinu. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær. Blaðið tekur saman auð þúsund ríkustu Breta hvers árs og í ár hefur hópurinn aukið velsæld sína um 18 prósent miðað við síðasta ár. Milljarðamæringum í pundum talið hefur einnig fjölgað, þeir eru 73 í ár en voru aðeins 53 á sama tíma í fyrra og vantar aðeins tvo, til að jafna metið sem sett var rétt fyrir hrun. Þá komast 108 konur á listann í ár og er það í fyrsta sinn sem hlutur kvenna fer yfir tíu prósent. Samanlagður auður Bretanna er 395 milljarðar punda og vantar ekki mikið upp á að eldra metið frá árinu 2008 sé slegið en þá var var summan 413 milljarðar. Indverski stálmógúllinn Laksmi Mittal er efstur á listanum eins og síðustu ár. Hann er metinn á 17,5 milljarða punda, eða rúma þrjúþúsund milljarða króna, sem er fimm milljörðum punda minna en í fyrra. Hann er því sá einstaklingur sem mestu hefur tapað á milli ára þó það komi lítið að sök. Úsbekinn Alisher Usmanov, sem meðal annars á stóran hlut í fótboltaliðinu Arsenal er í öðru sæti og Rússinn Roman Abramovich er í þriðja sætinu.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira