Real Madrid er væntanlega endanlega úr leik í baráttunni um spænska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir óvænt tap, 2-3, á heimavelli gegn Real Zaragoza.
Lafita kom Zaragoza yfir rétt fyrir hlé og Gabi bætti öðru marki við fyrir Zaragoza úr víti á 53. mínútu.
Sergio Ramos minnkaði mununn á 63. mínútu en 15 mínútum síðar skoraði Lafita aftur og kom Zaragoza í 1-3.
Lokamínúturnar voru skautlegar. Karim Benzema minnkaði muninn sjö mínútum fyrir leikslok en tveimur mínútum síðar var Ricardo Carvalho rekinn af velli í liði Real og í kjölfarið var baráttan töpuð.

