Gullverð er nú í hæstu hæðum og fór únsan í rétt rúma 1500 dollara á mörkuðum í Asíu, eða tæpar 170 þúsund krónur og hefur aldrei verið dýrara. Áhyggjur manna af því að efnahagskreppan í heiminum dragist á langinn hefur gert gull og aðra góðmálma að fýsilegum fjárfestingarkosti.
Silfur hefur heldur ekki verið dýrara í rúma þrjá áratugi. Sérfræðinga greinir þó á um hvort gullverðið eigi eftir að hækka enn frekar og ætla þeir að sjá hvort hækkunin í Asíu komi einnig fram á mörkuðum í Ameríku og Evrópu.
Gullverð í hæstu hæðum
