Haug hjá Mercedes hrifinn af frammistöðu nýliðans Paul di Resta 20. apríl 2011 16:56 Skotinn Paul di Resta ekur með Force India. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Haug starfar m.a. með Mercedes Formúlu 1 liðinu á mótssvæðum í Formúlu 1, en Mercedes sér McLaren fyrir vélum í Formúlu 1, auk Force India. Það hefur vakið athygli að di Resta hefur verið fljótari en liðsfélaginn Adrian Sutil í tímatökum í öllum þremur mótum ársins og Skotinn var áttundi á ráslínu í mótinu í Kína um helgina. Aðspurður um árangur di Resta sagði Haug eftirfarandi í frétt á autosport.com. „Mér finnst árangurinn framúrskarandi og einstakur. Að ná áttunda sæti á ráslínu í þriðja mótinu, þar er mjög gott og mjög tilkomumikill", sagði Haug. „Við vissum alltaf að hann væri mjög góður og hæfileikaríkur náungi. Þegar hann kemst í rétta gírinn, eins og við sáum í DTM, þá er hann sérstakur", sagði Haug um di Resta til viðbótar. „Ég held að Formúla 1 henti honum vel. Liðsfélagi hans (Sutil) harður af sér, en hraðinn er til staðar og hann er að gera góða hluti. Við erum ánægðir að við hjálpuðum honum í minni mótaröðum", sagði Haug. Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Haug starfar m.a. með Mercedes Formúlu 1 liðinu á mótssvæðum í Formúlu 1, en Mercedes sér McLaren fyrir vélum í Formúlu 1, auk Force India. Það hefur vakið athygli að di Resta hefur verið fljótari en liðsfélaginn Adrian Sutil í tímatökum í öllum þremur mótum ársins og Skotinn var áttundi á ráslínu í mótinu í Kína um helgina. Aðspurður um árangur di Resta sagði Haug eftirfarandi í frétt á autosport.com. „Mér finnst árangurinn framúrskarandi og einstakur. Að ná áttunda sæti á ráslínu í þriðja mótinu, þar er mjög gott og mjög tilkomumikill", sagði Haug. „Við vissum alltaf að hann væri mjög góður og hæfileikaríkur náungi. Þegar hann kemst í rétta gírinn, eins og við sáum í DTM, þá er hann sérstakur", sagði Haug um di Resta til viðbótar. „Ég held að Formúla 1 henti honum vel. Liðsfélagi hans (Sutil) harður af sér, en hraðinn er til staðar og hann er að gera góða hluti. Við erum ánægðir að við hjálpuðum honum í minni mótaröðum", sagði Haug.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira