Barcelona hefur ekki tapað leik í vetur með Puyol í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2011 10:00 Gerard Pique er ekki sami leikmaðu þegar hann hefur ekki Carles Puyol sér við hlið. Mynd/Nordic Photos/Getty Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er kannski mikilvægari fyrir Barcelona-liðið en flestir gera sér grein fyrir. Það er líklega engin tilviljun að allir fjórir tapleikir Barca á þessu tímabili hafa litið dagsins ljós þegar fyrirliðinn var fjarverandi. Carles Puyol var ekki með í bikarúrslitaleiknum á móti Real Madrid á miðvikudagskvöldið þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í framlengingu. Hann meiddist í deildarleik liðanna fjórum dögum áður og Pep Guardiola ákvað að hvíla hann í bikarúrslitaleiknum. Menn eru flestir sammála um það að Gerard Pique sé ekki sami maður án Puyol sér við hlið og eftir að Eric Abidal veiktist hafa miðjumennirnir Sergio Busquets og Javier Mascherano þurft að leysa þessa stöðu. Það vantar því allan stöðugleika í vörn Barcelona án Puyol og hún hefur verið að gefa færi á sér þegar fyrirliðinn er utan vallar. Carles Puyol hefur alls leikið 23 leiki á tímabilinu, 16 í deildinni, 5 í Meistaradeildinni og 2 í bikarnum. Barcelona hefur náð í 46 af 48 mögulegum stigum í deildinni með hann innanborðs, unnið 3 og gert 2 jafntefli í Meistaradeildinni með hann á vellinum og unnið 1 og gert 1 jafntefli í þeim tveimur bikarleikjum sem hann spilaði. Barcelona hefur aðeins tapað fjórum leikjum á þessu tímabili í þeim öllum var Carles Puyol fjarverandi. Þegar þeir töpuðu 0-2 á móti Hercules í deildinni 11. september þá var Puyol meiddur á kálfa. Hann var frá vegna hnémeiðsla í 1-3 tapi á móti Real Betis í spænska bikarnum 19. janúar og sömu meiðsli héldu honum frá í 1-2 tapi á móti Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 16. febrúar. Fjórða tapið kom síðan í bikarúrslitaleiknum í fyrrakvöld. Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Barcelona bíði nú og voni að Carles Puyol verði orðinn góður fyrir fyrri leikinn á móti Real Madrid í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram á Santiago Bernabeu á miðvikudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er kannski mikilvægari fyrir Barcelona-liðið en flestir gera sér grein fyrir. Það er líklega engin tilviljun að allir fjórir tapleikir Barca á þessu tímabili hafa litið dagsins ljós þegar fyrirliðinn var fjarverandi. Carles Puyol var ekki með í bikarúrslitaleiknum á móti Real Madrid á miðvikudagskvöldið þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í framlengingu. Hann meiddist í deildarleik liðanna fjórum dögum áður og Pep Guardiola ákvað að hvíla hann í bikarúrslitaleiknum. Menn eru flestir sammála um það að Gerard Pique sé ekki sami maður án Puyol sér við hlið og eftir að Eric Abidal veiktist hafa miðjumennirnir Sergio Busquets og Javier Mascherano þurft að leysa þessa stöðu. Það vantar því allan stöðugleika í vörn Barcelona án Puyol og hún hefur verið að gefa færi á sér þegar fyrirliðinn er utan vallar. Carles Puyol hefur alls leikið 23 leiki á tímabilinu, 16 í deildinni, 5 í Meistaradeildinni og 2 í bikarnum. Barcelona hefur náð í 46 af 48 mögulegum stigum í deildinni með hann innanborðs, unnið 3 og gert 2 jafntefli í Meistaradeildinni með hann á vellinum og unnið 1 og gert 1 jafntefli í þeim tveimur bikarleikjum sem hann spilaði. Barcelona hefur aðeins tapað fjórum leikjum á þessu tímabili í þeim öllum var Carles Puyol fjarverandi. Þegar þeir töpuðu 0-2 á móti Hercules í deildinni 11. september þá var Puyol meiddur á kálfa. Hann var frá vegna hnémeiðsla í 1-3 tapi á móti Real Betis í spænska bikarnum 19. janúar og sömu meiðsli héldu honum frá í 1-2 tapi á móti Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 16. febrúar. Fjórða tapið kom síðan í bikarúrslitaleiknum í fyrrakvöld. Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Barcelona bíði nú og voni að Carles Puyol verði orðinn góður fyrir fyrri leikinn á móti Real Madrid í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram á Santiago Bernabeu á miðvikudaginn kemur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira