Dimitar Berbatov er meiddur og fór ekki með Manchester United til Þýskalands þar sem að liðið mun á morgun leika við Schalke í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Berbatov er enn að glíma við meiðsli í nára en hann missti af leik United gegn Everton um helgina af þeim sökum.
Alex Ferguson, stjóri United, segir að engin önnur meiðsli séu í leikmannahópi liðsins en þeir Nemanja Vidic og Ji-Sung Park voru báðir hvíldir í leiknum gegn Everton.
Patric Evra og Michael Carrick komu báðir við sögu sem varamenn en allir ættu að vera í byrjunarliðinu fyrir leikinn annað kvöld.
Ef Edwin van der Sar spilar í leiknum, sem verður að teljast líklegt, verður það hans þrettándi leikur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er metjöfnun. Claude Madelele á núverandi metið.
Ef spilar og heldur hreinu verður hann fyrsti markvörðurinn til að halda hreinu í 50 leikjum í keppninni.
