Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er búinn að hrista af sér meiðslin sem héldu honum frá bikarúrslitaleiknum og verður klár í slaginn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun.
Gabriel Milito er einnig leikfær en bakvörðurinn Maxwell mun ekki geta leikið vegna meiðsla.
Real Madrid verður aftur á móti án Ricardo Carvalho sem er í leikbanni. Sami Khedira er líka frá vegna meiðsla og Lassana Diarra mun líklega taka hans stöðu á miðjunni hjá Madrid.
Puyol spilar gegn Real Madrid á morgun
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
