Endurskipulag bætti gengi Mercedes 26. apríl 2011 15:14 Nico Rosberg í fyrsta hring í Kína við hlið Sebastian Vettel, en Rosberg var fjórði á ráslínu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Nico Rosberg var fjórði á ráslínu í Kína og lauk keppni í fimmta sæti, en Michael Schumacher var fjórtandi á ráslínu og varð áttundi í kappakstrinum. Næsta mót er í Tyrklandi 6.-8. maí. „Ég get ekki lofað því að við náum sama árangri í Tyrklandi, en það sem er mikilvægast er að finna lykilinn að hraðanum, sem er til staðar", sagði Haug í frétt á autosport.com. Ross Brawn og helstu tæknimenn liðsins funduðu fyrir mótið og breyttu aðferðarfræðinni, sem hjálpaði til við að ná betri árangri í Kína, en í tveimur fyrstu mótunum, í Ástralíu og Malasíu. Aðspurður um hvernig honum finndist Mercedes hafa gengið í upphafi tímabilins sagði Haug: „Ég hefði verið ánægðari ef Kína hefði verið fyrsta mótið. En núna skiljum við bílinn betur. Ross settist niður með strákunum og tæknimönnum og við breyttum því hvernig við nálguðumst mótshelgina." Mercedes hefur verið í vandræðum með stillanlegan afturvænginn, en það stendur til bóta fyrir næsta mót. „Við vorum í vandræðum með hluta afturvængsins, en það hefur verið leyst í meginatriðum. Við erum með aðra útfærslu, sniðugt kerfi ef það virkar og það gerði það í Kína", sagði Haug. Lewis Hamilton hjá McLaren vann mótið í Kína á dögunum og hann vann einnig mótið í Tyrklandi í fyrra, sem er næsti vettvangur Formúlu 1 liða um aðra helgi. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins. Nico Rosberg var fjórði á ráslínu í Kína og lauk keppni í fimmta sæti, en Michael Schumacher var fjórtandi á ráslínu og varð áttundi í kappakstrinum. Næsta mót er í Tyrklandi 6.-8. maí. „Ég get ekki lofað því að við náum sama árangri í Tyrklandi, en það sem er mikilvægast er að finna lykilinn að hraðanum, sem er til staðar", sagði Haug í frétt á autosport.com. Ross Brawn og helstu tæknimenn liðsins funduðu fyrir mótið og breyttu aðferðarfræðinni, sem hjálpaði til við að ná betri árangri í Kína, en í tveimur fyrstu mótunum, í Ástralíu og Malasíu. Aðspurður um hvernig honum finndist Mercedes hafa gengið í upphafi tímabilins sagði Haug: „Ég hefði verið ánægðari ef Kína hefði verið fyrsta mótið. En núna skiljum við bílinn betur. Ross settist niður með strákunum og tæknimönnum og við breyttum því hvernig við nálguðumst mótshelgina." Mercedes hefur verið í vandræðum með stillanlegan afturvænginn, en það stendur til bóta fyrir næsta mót. „Við vorum í vandræðum með hluta afturvængsins, en það hefur verið leyst í meginatriðum. Við erum með aðra útfærslu, sniðugt kerfi ef það virkar og það gerði það í Kína", sagði Haug. Lewis Hamilton hjá McLaren vann mótið í Kína á dögunum og hann vann einnig mótið í Tyrklandi í fyrra, sem er næsti vettvangur Formúlu 1 liða um aðra helgi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira