Man. United í frábærum málum eftir 2-0 útisigur á Schalke Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2011 18:15 Ryan Giggs skorar markið sitt. Mynd/Nordic Photos/Getty Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer, markvörður Schalke, hélt Schalke-liðinu á floti í rúman klukkutíma á móti stórsókn Manchester United en það var á endanum Ryan Giggs sem tókst að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Wayne Rooney. Sigur United liðsins var sannfærandi og síst of stór og það bíður þýska liðsins afar erfitt verkefni á Old Trafford í næstu viku en liðið þarf þá að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Manchester United byrjaði leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á stóra sínum í þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Fyrst varði hann frá Wayne Rooney, svo frá Park Ji-Sung og loks frá Javier Hernandez. Schalke vaknaði við þessi þrjú færi United á stuttum tíma og fyrsta færi liðsins fékk Jefferson Farfan en skot hans fór rétt framhjá. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur frá byrjun og Javier Hernandez fékk algjört dauðafæri eftir sendingu frá Park á 14. mínútu en enn á ný varði Manuel Neuer á glæsilegan hátt. Hernandez var áberandi í upphafi og fékk þrjú færi til viðbótar áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Manuel Neuer varði síðan skalla frá Ryan Giggs á 28. mínútu. Stórsókn Manchester United hélt áfram, Manuel Neuer varði frábærlega skot Hernandez á 36. mínútu og Fabio skaut yfir úr góðu færi á 38. mínútu. Leikmenn United löbbuðu hvað eftir annað í gegnum Schalke-vörnina en tókst bara ekki að koma boltanum framhjá þýska landsliðsmarkverðinum sem varði líka glæsilega frá Ryan Giggs á lokamínútu fyrri hálfleiksins.Neuer varði alls sjö skot í fyrri hálfleik og flest ef ekki öll út dauðafærum. Neuer var búinn að verja fyrsta skotið í seinni hálfleik eftir rúma mínútu þegar hann sló skalla Michael Carrick yfir markið. Þegar Javier Hernandez tókst loksins að skora á 51. mínútu var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Schalke virtist vera að rétta úr kútnum í framhaldinu en United-mönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Ryan Giggs átti þá flott hlaup af miðjunni á 67. mínútu, fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Wayne Roone og setti boltann síðan undir Neuer í markinu. Það tók United ekki nema tvær mínútur að bæta við marki þegar Wayne Rooney skoraði eftir sendingu frá Javier Hernandez. United var með góð tök á leiknum eftir þetta og landaði öruggum og sannfærandi sigri. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Manchester United er komið með annan fótinn inn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir 2-0 útisigur á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer, markvörður Schalke, hélt Schalke-liðinu á floti í rúman klukkutíma á móti stórsókn Manchester United en það var á endanum Ryan Giggs sem tókst að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá Wayne Rooney. Sigur United liðsins var sannfærandi og síst of stór og það bíður þýska liðsins afar erfitt verkefni á Old Trafford í næstu viku en liðið þarf þá að skora þrjú mörk til þess að komast áfram. Manchester United byrjaði leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á stóra sínum í þrígang á fyrstu tíu mínútunum. Fyrst varði hann frá Wayne Rooney, svo frá Park Ji-Sung og loks frá Javier Hernandez. Schalke vaknaði við þessi þrjú færi United á stuttum tíma og fyrsta færi liðsins fékk Jefferson Farfan en skot hans fór rétt framhjá. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur frá byrjun og Javier Hernandez fékk algjört dauðafæri eftir sendingu frá Park á 14. mínútu en enn á ný varði Manuel Neuer á glæsilegan hátt. Hernandez var áberandi í upphafi og fékk þrjú færi til viðbótar áður en hálfleikurinn var hálfnaður. Manuel Neuer varði síðan skalla frá Ryan Giggs á 28. mínútu. Stórsókn Manchester United hélt áfram, Manuel Neuer varði frábærlega skot Hernandez á 36. mínútu og Fabio skaut yfir úr góðu færi á 38. mínútu. Leikmenn United löbbuðu hvað eftir annað í gegnum Schalke-vörnina en tókst bara ekki að koma boltanum framhjá þýska landsliðsmarkverðinum sem varði líka glæsilega frá Ryan Giggs á lokamínútu fyrri hálfleiksins.Neuer varði alls sjö skot í fyrri hálfleik og flest ef ekki öll út dauðafærum. Neuer var búinn að verja fyrsta skotið í seinni hálfleik eftir rúma mínútu þegar hann sló skalla Michael Carrick yfir markið. Þegar Javier Hernandez tókst loksins að skora á 51. mínútu var markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Schalke virtist vera að rétta úr kútnum í framhaldinu en United-mönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 67. mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Ryan Giggs átti þá flott hlaup af miðjunni á 67. mínútu, fékk frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Wayne Roone og setti boltann síðan undir Neuer í markinu. Það tók United ekki nema tvær mínútur að bæta við marki þegar Wayne Rooney skoraði eftir sendingu frá Javier Hernandez. United var með góð tök á leiknum eftir þetta og landaði öruggum og sannfærandi sigri. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn