Andres Iniesta hætti eftir tíu mínútur á æfingu með Barcelona á Santiago Bernabeu í kvöld og verður ekki með liðinu í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun. Iniesta meiddist á móti Osasuna um helgina og er ekki búinn að ná sér af þeim meiðslum.
„Iniesta er meiddur og hann getur ekki spilað á morgun. Hann getur vonandi spilað seinni leikinn," sagði Pep Guardiola, þjálfari Barcelona á blaðamannafundi eftir æfinguna í kvöld.
Barcelona verður líka án varnarmannanna Eric Abidal, Adriano og Maxwell í leiknum á morgun sem verður sá þriðji af fjórum á 18 dögum.
Pep Guardiola sagði að það myndi ekki koma í ljóst fyrr en á leikdegi hvort að fyrirliðinn Carles Puyol verði með. „Ef þú kemur á völl eins og þennan til þess að verja eitthvað þá munu þeir vaða yfir þig. Ég mun ekki breyta því hvernig við spiluðum þótt að það sé menn meiddir hjá okkur," sagði Guardiola.
Iniesta verður ekki með Barcelona á móti Real Madrid
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn


Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn