Umfjöllun: Sigurmark Atla á lokasekúndunni Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 26. apríl 2011 20:43 Atli Rúnar Steinþórsson. Atli Rúnar Steinþórsson tryggði FH dramatískan sigur með síðasta kasti leiksins gegn Akureyri í kvöld. Lokatölur 21-22. Þetta var fyrsti leikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þrjá sigurleiki þarf til að verða meistari. Atli skoraði sigurmarkið af línunni en rétt áður hafði Akureyri jafnaði leikinn. FH-ingar byrjuðu með látum og náðu strax þriggja marka forystu. Ari Magnús Þorgeirsson fór mikinn og skoraði meðal annars fjögur af sex fyrstu mörkum FH. Hann lék lausum hala í horninu og vörn FH var líka góð. Hún varði nokkur skot Akureyringa og fyrir aftan hana var Daníel Andrésson frábær. Akureyri skoraði ekki fyrr en eftir rúmar sex mínútur og sóknarleikur liðsins var ósannfærandi og hugmyndasnauður. Eftir 20 mínútur var staðan 4-8 og lið Akureyrar ekki upp á sitt besta. Sérstaklega sóknarlega, vörnin var ágæt, en Daníel stal senunni. Hann varði 10 skot á 20 mínútum og alls 12 í hálfleiknum, þar á meðal víti frá Bjarna þegar leiktíminn var úti. Staðan í hálfleik var 9-11 gestunum í vil. Akureyri jafnaði strax í 11-11 en Ólafur Guðmundsson vaknaði þá loksins til lífsins og skoraði þrjú mörk í röð. Akureyri jafnaði aftur á móti strax aftur. Skemmtilegur og hraður leikur. Þá fóru markmenn liðanna í einvígi. Sveinbjörn og Daníel vörðu báðir frábærlega á löngum kafla og lítið var skorað. Tíu mínútum fyrir leikslok var staðan 16-17 fyrir FH. Þegar Akureyri jafnaði svaraði FH strax aftur og komst í 17-19 þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir jafnaði Bjarni fyrir Akureyri sem var jafnframt manni fleira. Bæði lið skoruðu aftur og þegar þrjár mínútur voru eftir hafði Akureyri boltann, jafnt var í liðum og staðan var 20-20. Akureyri fór í langa sókn sem lauk með markvörslu Daníels frá Heimi. FH missti boltann klaufalega frá sér og þegar rúm mínúta var eftir sótti Akureyri enn á ný. Oddur fór í gegn en skaut framhjá markinu. Daníel lokaði markinu vel. FH fékk því boltann 49 sekúndum fyrir leikslok í stöðunni 20-20. Ólafur Guðmundsson skoraði þá gott mark og kom FH yfir. Akureyri tók leikhlé þegar rúmar 20 sekúndur voru eftir. Bjarni náði skoti undir lokin sem Daníel varði vel en Hörður náði frákastinu og jafnaði leikinn Níu sekúndur lifðu og FH tók leikhlé. Örn Ingi geystist að marki, Guðmundur Hólmar togaði hann niður og fékk rautt spjald fyrir vikið. FH átti aukakast fyrir utan og Atli Rúnar fékk boltann á línunni og skoraði ótrúlegt mark og tryggði FH sigur. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. Lokatölur 21-22.Akureyri - FH 21 - 22 (9-11) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (13/3), Oddur Gretarsson 5 (10), Heimir Örn Árnason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (9), Daníel Einarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (40) 48%.Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Guðmundur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Heimir, Guðlaugur, Hörður). Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ari Þorgeirsson 8 (11), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Baldvin Þorsteinsson 3 (3), Ásbjörn Friðriksson 3/1 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (5), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (3), Ólafur Gústafsson 9 (5). Varin skot: Daníel Andrésson 19/1 (40) 48%)Hraðaupphlaup: 2 (Ásbjörn, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Atli). Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Atli Rúnar Steinþórsson tryggði FH dramatískan sigur með síðasta kasti leiksins gegn Akureyri í kvöld. Lokatölur 21-22. Þetta var fyrsti leikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þrjá sigurleiki þarf til að verða meistari. Atli skoraði sigurmarkið af línunni en rétt áður hafði Akureyri jafnaði leikinn. FH-ingar byrjuðu með látum og náðu strax þriggja marka forystu. Ari Magnús Þorgeirsson fór mikinn og skoraði meðal annars fjögur af sex fyrstu mörkum FH. Hann lék lausum hala í horninu og vörn FH var líka góð. Hún varði nokkur skot Akureyringa og fyrir aftan hana var Daníel Andrésson frábær. Akureyri skoraði ekki fyrr en eftir rúmar sex mínútur og sóknarleikur liðsins var ósannfærandi og hugmyndasnauður. Eftir 20 mínútur var staðan 4-8 og lið Akureyrar ekki upp á sitt besta. Sérstaklega sóknarlega, vörnin var ágæt, en Daníel stal senunni. Hann varði 10 skot á 20 mínútum og alls 12 í hálfleiknum, þar á meðal víti frá Bjarna þegar leiktíminn var úti. Staðan í hálfleik var 9-11 gestunum í vil. Akureyri jafnaði strax í 11-11 en Ólafur Guðmundsson vaknaði þá loksins til lífsins og skoraði þrjú mörk í röð. Akureyri jafnaði aftur á móti strax aftur. Skemmtilegur og hraður leikur. Þá fóru markmenn liðanna í einvígi. Sveinbjörn og Daníel vörðu báðir frábærlega á löngum kafla og lítið var skorað. Tíu mínútum fyrir leikslok var staðan 16-17 fyrir FH. Þegar Akureyri jafnaði svaraði FH strax aftur og komst í 17-19 þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir jafnaði Bjarni fyrir Akureyri sem var jafnframt manni fleira. Bæði lið skoruðu aftur og þegar þrjár mínútur voru eftir hafði Akureyri boltann, jafnt var í liðum og staðan var 20-20. Akureyri fór í langa sókn sem lauk með markvörslu Daníels frá Heimi. FH missti boltann klaufalega frá sér og þegar rúm mínúta var eftir sótti Akureyri enn á ný. Oddur fór í gegn en skaut framhjá markinu. Daníel lokaði markinu vel. FH fékk því boltann 49 sekúndum fyrir leikslok í stöðunni 20-20. Ólafur Guðmundsson skoraði þá gott mark og kom FH yfir. Akureyri tók leikhlé þegar rúmar 20 sekúndur voru eftir. Bjarni náði skoti undir lokin sem Daníel varði vel en Hörður náði frákastinu og jafnaði leikinn Níu sekúndur lifðu og FH tók leikhlé. Örn Ingi geystist að marki, Guðmundur Hólmar togaði hann niður og fékk rautt spjald fyrir vikið. FH átti aukakast fyrir utan og Atli Rúnar fékk boltann á línunni og skoraði ótrúlegt mark og tryggði FH sigur. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. Lokatölur 21-22.Akureyri - FH 21 - 22 (9-11) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (13/3), Oddur Gretarsson 5 (10), Heimir Örn Árnason 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (9), Daníel Einarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (40) 48%.Hraðaupphlaup: 3 (Oddur, Guðmundur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Heimir, Guðlaugur, Hörður). Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ari Þorgeirsson 8 (11), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Baldvin Þorsteinsson 3 (3), Ásbjörn Friðriksson 3/1 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (5), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (3), Ólafur Gústafsson 9 (5). Varin skot: Daníel Andrésson 19/1 (40) 48%)Hraðaupphlaup: 2 (Ásbjörn, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Atli). Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira