Umfjöllun: KR-ingar tóku Stjörnuna í kennslustund, 108-78 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. apríl 2011 20:52 Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur í liði KR með 28 stig. Mynd/Daníel KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar. Það er ólík saga þeirra liða sem mætast í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þetta árið. KR, sem hefur unnið Íslandsmótið 11 sinunm í sögunni og síðast árið 2009, er félag sem er hokið af reynslu á þessu sviði. Lið Stjörnunnar er að stíga inn í lokaúrslit Iceland Express deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Stjarnan hefur komið á óvart undanfarin ár og sigraði m.a. KR í úrslitum bikarkeppninnar veturinn 2008-2009. Það er eini titill félagsins fram til þessa og var Teitur Örlygsson þjálfari liðsins líkt og núna. Stemningin sem var til staðar í DHL höll KR-inga í oddaleiknum í undanúrslitunum s.l. fimmtudag var alls ekki til staðar í gær. Áhorfendur voru mun færri og hitastigið í húsinu var ekki eins hátt. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var til taks á hliðarlínunni en hann glímir við lítilsháttar meiðsli í kálfa sem hann varð fyrir í oddaleiknum gegn Keflavík s.l. fimmtudag. Hreggviður Magnússon byrjaði gríðarlega vel í liði KR og skoraði alls 10 stig í fyrsta leikhluta en það var mikið skorað strax í upphafi. Hreggviður nýtti öll skotin sem hann tók í fyrsta leikluta. Brynjar Þór Björnsson fór einnig vel af stað í liði KR en hann skoraði alls 7 stig en Brynjar var allt í öllu í sóknarleik KR gegn Keflavík í oddaleiknum s.l. fimmtudag. KR-ingar komust í 21-9 en Stjörnumenn svöruðu fyrir sig og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir lok fyrsta leikhluta þar sem staðan var 27-25. Justin Shouse skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta. Íslendingurinn Jovan Zdravevski í liði Stjörnunnar lenti fljótlega í miklum villuvandræðum líkt og Marvin Valdimarsson. Þeir voru báðir komnir með þrjár villur um miðjan 2. leikhluta. Jovan gerði enn betur og fékk sína fjórðu villu rétt undir lok annars leikhluta. KR-ingar voru líka iðnir við kolann í villunum. Þeir voru búnir að næla sér í 15 slíkar um miðja 2. Leikhluta og þar fóru Hreggviður Magnússon og Íslendingurinn Pavel Ermolinskij. Og að sjálfsögðu var Skarphéðinn Ingason með þrjár villur í liði KR um miðjan fyrri hálfleik – og hann fékk sína fjórðu villu rétt undir lok síðari hálfleiks. Sóknarleikur Stjörnunnar snérist aðallega um þá Shouse og Renato Lindmets en sá síðarnefndi hefur reynst Stjörnumönnum gríðarlegur styrkur. Shouse skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik og Lindmets 15. Staðan var 56-48 í hálfleik. Brynjar Þór Björnsson skoraði alls 17 stig fyrir KR og hann endaði fyrri hálfleikinn með stórkostlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Skömmu áður hafði Shouse skorað laglega þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og héldu flestir að það hefði verið síðustu stig fyrri hálfleiks. Þriggja stiga nýting KR-inga í fyrri hálfleik var 60% 8 af 13 fóru rétta leið.Teitur Örlygsson þarf að fara yfir margt hjá sínum mönnum eftir 30 stiga tap liðsins gegn KR í kvöldSíðari hálfleikurinn hófst með miklu áhlaupi KR-inga. Þeir skoruðu þriggja stiga körfur á upphafsmínútum leiksins og Stjarnan náði ekki að svara fyrir sig. Munurinn fór upp í 16 stig þegar Teitur Örlygsson tók leikhlék 66-50. Það breytti engu og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu nánast þegar þeim sýndist. Varnarleikur Stjörnunnar var lélegur og þeir voru mjög lengi að koma sér úr sókn í vörn. Marvin Valdimarson leikmaður Stjörnunnar fékk sína 5 villu rétt undir lok 3. leikhluta og Skarphéðinn Ingason fór sömu leið hjá KR skömmu síðar. Staðan var 87-66 eftir þriðja leikhluta og eftir það gáfust Stjörnumenn bara upp og skoruðu ekki stig í sjö mínútur í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var formsatriði. KR-Stjarnan 108-78 (27-25, 29-23, 31-18, 21-12) KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Fannar Ólafsson 0, Páll Fannar Helgason 0. Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson 12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Marvin Valdimarsson 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira
KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar. Það er ólík saga þeirra liða sem mætast í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þetta árið. KR, sem hefur unnið Íslandsmótið 11 sinunm í sögunni og síðast árið 2009, er félag sem er hokið af reynslu á þessu sviði. Lið Stjörnunnar er að stíga inn í lokaúrslit Iceland Express deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni. Stjarnan hefur komið á óvart undanfarin ár og sigraði m.a. KR í úrslitum bikarkeppninnar veturinn 2008-2009. Það er eini titill félagsins fram til þessa og var Teitur Örlygsson þjálfari liðsins líkt og núna. Stemningin sem var til staðar í DHL höll KR-inga í oddaleiknum í undanúrslitunum s.l. fimmtudag var alls ekki til staðar í gær. Áhorfendur voru mun færri og hitastigið í húsinu var ekki eins hátt. Fannar Ólafsson fyrirliði KR var til taks á hliðarlínunni en hann glímir við lítilsháttar meiðsli í kálfa sem hann varð fyrir í oddaleiknum gegn Keflavík s.l. fimmtudag. Hreggviður Magnússon byrjaði gríðarlega vel í liði KR og skoraði alls 10 stig í fyrsta leikhluta en það var mikið skorað strax í upphafi. Hreggviður nýtti öll skotin sem hann tók í fyrsta leikluta. Brynjar Þór Björnsson fór einnig vel af stað í liði KR en hann skoraði alls 7 stig en Brynjar var allt í öllu í sóknarleik KR gegn Keflavík í oddaleiknum s.l. fimmtudag. KR-ingar komust í 21-9 en Stjörnumenn svöruðu fyrir sig og náðu að minnka muninn í 2 stig fyrir lok fyrsta leikhluta þar sem staðan var 27-25. Justin Shouse skoraði 11 stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta. Íslendingurinn Jovan Zdravevski í liði Stjörnunnar lenti fljótlega í miklum villuvandræðum líkt og Marvin Valdimarsson. Þeir voru báðir komnir með þrjár villur um miðjan 2. leikhluta. Jovan gerði enn betur og fékk sína fjórðu villu rétt undir lok annars leikhluta. KR-ingar voru líka iðnir við kolann í villunum. Þeir voru búnir að næla sér í 15 slíkar um miðja 2. Leikhluta og þar fóru Hreggviður Magnússon og Íslendingurinn Pavel Ermolinskij. Og að sjálfsögðu var Skarphéðinn Ingason með þrjár villur í liði KR um miðjan fyrri hálfleik – og hann fékk sína fjórðu villu rétt undir lok síðari hálfleiks. Sóknarleikur Stjörnunnar snérist aðallega um þá Shouse og Renato Lindmets en sá síðarnefndi hefur reynst Stjörnumönnum gríðarlegur styrkur. Shouse skoraði alls 16 stig í fyrri hálfleik og Lindmets 15. Staðan var 56-48 í hálfleik. Brynjar Þór Björnsson skoraði alls 17 stig fyrir KR og hann endaði fyrri hálfleikinn með stórkostlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Skömmu áður hafði Shouse skorað laglega þriggja stiga körfu fyrir Stjörnuna og héldu flestir að það hefði verið síðustu stig fyrri hálfleiks. Þriggja stiga nýting KR-inga í fyrri hálfleik var 60% 8 af 13 fóru rétta leið.Teitur Örlygsson þarf að fara yfir margt hjá sínum mönnum eftir 30 stiga tap liðsins gegn KR í kvöldSíðari hálfleikurinn hófst með miklu áhlaupi KR-inga. Þeir skoruðu þriggja stiga körfur á upphafsmínútum leiksins og Stjarnan náði ekki að svara fyrir sig. Munurinn fór upp í 16 stig þegar Teitur Örlygsson tók leikhlék 66-50. Það breytti engu og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu nánast þegar þeim sýndist. Varnarleikur Stjörnunnar var lélegur og þeir voru mjög lengi að koma sér úr sókn í vörn. Marvin Valdimarson leikmaður Stjörnunnar fékk sína 5 villu rétt undir lok 3. leikhluta og Skarphéðinn Ingason fór sömu leið hjá KR skömmu síðar. Staðan var 87-66 eftir þriðja leikhluta og eftir það gáfust Stjörnumenn bara upp og skoruðu ekki stig í sjö mínútur í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var formsatriði. KR-Stjarnan 108-78 (27-25, 29-23, 31-18, 21-12) KR: Brynjar Þór Björnsson 28/4 fráköst, Marcus Walker 23, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/4 fráköst/4 varin skot, Pavel Ermolinskij 10/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 6/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/8 fráköst, Martin Hermannsson 3, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Fannar Ólafsson 0, Páll Fannar Helgason 0. Stjarnan: Justin Shouse 19/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/7 fráköst, Guðjón Lárusson 12/8 fráköst, Jovan Zdravevski 11/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 5/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 4, Fannar Freyr Helgason 4/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Ólafur Aron Ingvason 2, Marvin Valdimarsson 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson
Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira