Tölvupóstar geta kostað helminginn af Facebook 13. apríl 2011 09:57 Mark Zuckerberg stofnandi Facebook gæti misst helminginn af vefsíðunni í hendur fjárfestisins Paul D. Ceglia. Fjárfestirinn hefur birt opinberlega tölvupósta sem sanna helmingseignarhlut hans í Facebook. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að mál þetta komi upp eftir að Zuckerberg tókst að hrista af sér kröfur þriggja samstúdenta sinna um eignarhlut í Facebook í dómsmáli sem lauk í Bandaríkjunum á mánudaginn var. Paul D. Ceglia hefur ásamt lögmönnum sínum birt tölvupóstsamskipti sín við Zuckerberg á árunum 2003 og 2004 þar sem greinilegt er að Zuckerberg veitir Ceglia 50% eignarhlut í vefsíðu sinni sem þá hét thefacebook eftir að Ceglia lánaði Zuckerberg fé til að koma vefsíðunni í gagnið. Tölvupóstarnir hafa verið birtir á vefsíðunni Business Insider. Í einum tölvupóstinum kemur fram að fyrir utan að eignast 50% hlut átti Ceglia að fá 1% í viðbót fyrir hvern dag sem útgáfu vefsíðunnar seinkaði. Þegar útgáfunni hafði seinkað um 30 daga og eignarhlutur Ceglia var kominn í 80% sendi Zuckerberg tölvupóst með beiðni um að upphaflega skiptingin, 50/50, stæði áfram. Ceglia féllst á þá beiðni í svari til Zuckerberg. Nokkrum dögum eftir að þeir tveir sammæltust um skiptinguna fór thefacebook í loftið og síðan þá hafa þeir tveir deilt um eignarhluti í henni. Facebook er metin á nær 6.000 milljarða kr. Því gæti Ceglia orðið einn af auðugustu mönnum heimsins ef dómstólar dæma honum í vil. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook gæti misst helminginn af vefsíðunni í hendur fjárfestisins Paul D. Ceglia. Fjárfestirinn hefur birt opinberlega tölvupósta sem sanna helmingseignarhlut hans í Facebook. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar segir að mál þetta komi upp eftir að Zuckerberg tókst að hrista af sér kröfur þriggja samstúdenta sinna um eignarhlut í Facebook í dómsmáli sem lauk í Bandaríkjunum á mánudaginn var. Paul D. Ceglia hefur ásamt lögmönnum sínum birt tölvupóstsamskipti sín við Zuckerberg á árunum 2003 og 2004 þar sem greinilegt er að Zuckerberg veitir Ceglia 50% eignarhlut í vefsíðu sinni sem þá hét thefacebook eftir að Ceglia lánaði Zuckerberg fé til að koma vefsíðunni í gagnið. Tölvupóstarnir hafa verið birtir á vefsíðunni Business Insider. Í einum tölvupóstinum kemur fram að fyrir utan að eignast 50% hlut átti Ceglia að fá 1% í viðbót fyrir hvern dag sem útgáfu vefsíðunnar seinkaði. Þegar útgáfunni hafði seinkað um 30 daga og eignarhlutur Ceglia var kominn í 80% sendi Zuckerberg tölvupóst með beiðni um að upphaflega skiptingin, 50/50, stæði áfram. Ceglia féllst á þá beiðni í svari til Zuckerberg. Nokkrum dögum eftir að þeir tveir sammæltust um skiptinguna fór thefacebook í loftið og síðan þá hafa þeir tveir deilt um eignarhluti í henni. Facebook er metin á nær 6.000 milljarða kr. Því gæti Ceglia orðið einn af auðugustu mönnum heimsins ef dómstólar dæma honum í vil.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira