Grískir vextir standa í ljósum logum 14. apríl 2011 15:16 Efnahagur Grikklands er kominn fram á bjargbrúnina. Fjármálamarkaðir eru að undirbúa sig undir þjóðargjaldþrot landsins. Vextir á grískum ríkiskuldabréfum til styttri tíma standa í ljósum logum. Þetta kemur fram í frétt á börsen.dk. Þar segir að vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára hafi hækkað um tæpt prósentustig í dag og standi í tæpum 18%. Það er 16 prósentustigum hærra en þýsku viðmiðunarvextirnir eru. Vextir á bréfum til þriggja ára hafa hækkað álíka og eru komnir í rúm 19% sem er 17 prósentustigum hærra en þýsku vextirnir. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að vextirnir séu orðnir það háir og fjárhagur Grikklands það slæmur að ekki verði komist hjá þjóðargjaldþroti landsins. „Þetta er bara orðin spurning um hvenær en ekki hvort Grikkir lýsa yfir þjóðargjaldþroti,“ segir Graven sem bætir því við að björgunarpakki frá ESB upp á 110 milljarða evra hafi ekki bjargað landinu. Hann hafi aðeins verið björgunarkútur sem loftið er að leka úr. Þá hækkuðu vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tíu ára í yfir 13% í dag en það er í fyrsta sinn síðan 1998 sem slíkt gerist. Mikill orðrómur hefur gengið um fjármálamarkaði í dag um væntanlegt þjóðargjaldþrot Grikkja. Sá orðrómur hófst í kjölfar þess að Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra Þýskalands lét hafa það eftir sér að Grikkir ættu að sækja um endurskipulagningu á skuldum sínum. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Efnahagur Grikklands er kominn fram á bjargbrúnina. Fjármálamarkaðir eru að undirbúa sig undir þjóðargjaldþrot landsins. Vextir á grískum ríkiskuldabréfum til styttri tíma standa í ljósum logum. Þetta kemur fram í frétt á börsen.dk. Þar segir að vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára hafi hækkað um tæpt prósentustig í dag og standi í tæpum 18%. Það er 16 prósentustigum hærra en þýsku viðmiðunarvextirnir eru. Vextir á bréfum til þriggja ára hafa hækkað álíka og eru komnir í rúm 19% sem er 17 prósentustigum hærra en þýsku vextirnir. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að vextirnir séu orðnir það háir og fjárhagur Grikklands það slæmur að ekki verði komist hjá þjóðargjaldþroti landsins. „Þetta er bara orðin spurning um hvenær en ekki hvort Grikkir lýsa yfir þjóðargjaldþroti,“ segir Graven sem bætir því við að björgunarpakki frá ESB upp á 110 milljarða evra hafi ekki bjargað landinu. Hann hafi aðeins verið björgunarkútur sem loftið er að leka úr. Þá hækkuðu vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tíu ára í yfir 13% í dag en það er í fyrsta sinn síðan 1998 sem slíkt gerist. Mikill orðrómur hefur gengið um fjármálamarkaði í dag um væntanlegt þjóðargjaldþrot Grikkja. Sá orðrómur hófst í kjölfar þess að Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra Þýskalands lét hafa það eftir sér að Grikkir ættu að sækja um endurskipulagningu á skuldum sínum.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira