Rannsaka umfangsmestu fjársvik í sögu Danmerkur 15. apríl 2011 13:40 Danskur sérfræðingur í fjársvikamálum segist aldrei séð annað eins. Málið snýst um 24 ákærða einstaklinga, milljóna fjársvik hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum Danmerkur og eignaupptöku á þyrlu, vopnum og dýrum bílum. Þetta er upphaf fréttar í Jyllands Posten undir fyrirsögninni: Fjársvik af áður óþekktu umfangi. Fyrrgreind upptalning nær aðeins yfir hluta af því sem gekk á þegar klíka 24 einstaklinga skipulagði og framkvæmdi fjársvik sem stóðu yfir árum saman í Danmörku. Kim K. Jeppesen lektor við Viðskipaháskóla Kaupmannahafnar og sérfræðingur í fjársvikum segir að hann hafi aldrei séð mál af þessari stærðargráðu áður. Kerfið sem klíkan notaði við fjársvikin hafi einnig verið mjög óvenjulegt. Klíkan hafi byrjað smátt en síðan hafi svikin hlaðist upp eftir því sem þau stóðu lengur. Meðal þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á klíkunni má nefna Topdanmark, Novo Nordisk og Lundbeck. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni snérust fjársvikin m.a. um að reikningar voru sendir inn til átta stórfyrirtækja fyrir vörum sem ekki voru til. Þessir reikningar voru svo samþykktir af lykilpersónum í viðkomandi fyrirtækjum, persónum sem tilheyrðu klíkunni. Jeppesen segir að þessi svik hafi getað staðið árum saman vegna samvinnu birgja sem seldu „vörurnar“ og þeirra sem tóku á móti reikningunum fyrir þær. Erfitt geti verið fyrir endurskoðendur að komast til botns í málum sem þessum þegar slík samvinna er til staðar. Lögreglan vill ekki gefa upp hverjir einstaklingarnir 24 eru en stór hluti þeirra á sér sameiginlega fortíð sem fyrrum starfsmenn gjaldþrota fyrirtækis . Þar að auki er stór hluti hópsins með sömu menntun frá sama skóla. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danskur sérfræðingur í fjársvikamálum segist aldrei séð annað eins. Málið snýst um 24 ákærða einstaklinga, milljóna fjársvik hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum Danmerkur og eignaupptöku á þyrlu, vopnum og dýrum bílum. Þetta er upphaf fréttar í Jyllands Posten undir fyrirsögninni: Fjársvik af áður óþekktu umfangi. Fyrrgreind upptalning nær aðeins yfir hluta af því sem gekk á þegar klíka 24 einstaklinga skipulagði og framkvæmdi fjársvik sem stóðu yfir árum saman í Danmörku. Kim K. Jeppesen lektor við Viðskipaháskóla Kaupmannahafnar og sérfræðingur í fjársvikum segir að hann hafi aldrei séð mál af þessari stærðargráðu áður. Kerfið sem klíkan notaði við fjársvikin hafi einnig verið mjög óvenjulegt. Klíkan hafi byrjað smátt en síðan hafi svikin hlaðist upp eftir því sem þau stóðu lengur. Meðal þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á klíkunni má nefna Topdanmark, Novo Nordisk og Lundbeck. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni snérust fjársvikin m.a. um að reikningar voru sendir inn til átta stórfyrirtækja fyrir vörum sem ekki voru til. Þessir reikningar voru svo samþykktir af lykilpersónum í viðkomandi fyrirtækjum, persónum sem tilheyrðu klíkunni. Jeppesen segir að þessi svik hafi getað staðið árum saman vegna samvinnu birgja sem seldu „vörurnar“ og þeirra sem tóku á móti reikningunum fyrir þær. Erfitt geti verið fyrir endurskoðendur að komast til botns í málum sem þessum þegar slík samvinna er til staðar. Lögreglan vill ekki gefa upp hverjir einstaklingarnir 24 eru en stór hluti þeirra á sér sameiginlega fortíð sem fyrrum starfsmenn gjaldþrota fyrirtækis . Þar að auki er stór hluti hópsins með sömu menntun frá sama skóla.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira