Kristján: Tilbúnir og heitir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 16:45 Kristján Arason, þjálfari FH. Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. FH-ingar unnu sannfærandi sigur á Fram í fyrsta leik liðanna á heimavelli en töpuðu svo með eins marks mun í Safamýrinni um helgina. „Ég er með góða tilfinningu fyrir þessum leik enda erum við tilbúnir og heitir,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. „Það er auðvitað alltaf erfitt að tapa en það er stutt á milli leikja og ekki annað í boði en að jafna sig hratt á því.“ „Við munum leggja leikinn upp á svipaðan máta og við höfum gert hingað til. Ég á von á spennandi leik en að hann geti einnig boðið upp á sveiflur innan leiksins.“ „Bæði lið spila hraðan bolta og við náðum að stöðva það í fyrsta leiknum. Framarar svöruðu því í næsta leik en vonandi náum við aftur að stoppa þá í kvöld, eins og við gerðum á fimmtudaginn.“ „Við þurfum að þétta vörnina og vera grimmari í sókninni. Það er það sem okkur skorti um helgina. Við lentum líka í mjög slæmum leikkafla þegar við misstum þrjá menn af velli með stuttu millibili og þeir skoruðu nokkur mörk á okkur. Við vonum að við lendum ekki í öðru eins í kvöld,“ sagði Kristján. FH-ingar fóru mikinn í lokasprettinum í deildarkeppninni og segir Kristján að tapið um helgina hafi ekki dregið úr liðinu. „Það er fullt sjálfstraust í liðinu. Við getum tapað leikjum en líka unnið alla og það höfum við sýnt. Það verður ekkert gefið eftir í kvöld og ætlum að láta verkin tala inn á vellinum.“ FH-ingum hefur verið hrósað fyrir góða umgjörð á sínum leikjum en Kristján segir aðalatriðið að bjóða upp á góðan handbolta. „Mestu máli skiptir er að handboltinn sé góður og þess vegna hefur verið hægt að búa til svo góða umgjörð í kringum okkar leiki. Umgjörðin hefur verið algjörlega til fyrirmyndar og það er vonandi að það verði framhald á. Áhorfendur fá þá ekki bara góðan handbolta heldur eru líka mættir til að skemmta sér og eiga góða kvöldstund.“ Kristján segir að markmið FH-inga séu skýr og að það hafi ekkert breyst frá því í haust. „Aðalmálið er að fara í úrslitin. Það hefur verið okkar markmið frá byrjun. Nú eigum við eina hindrun eftir og ætlum við okkur yfir hana og fara svo alla leið.“ Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. FH-ingar unnu sannfærandi sigur á Fram í fyrsta leik liðanna á heimavelli en töpuðu svo með eins marks mun í Safamýrinni um helgina. „Ég er með góða tilfinningu fyrir þessum leik enda erum við tilbúnir og heitir,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. „Það er auðvitað alltaf erfitt að tapa en það er stutt á milli leikja og ekki annað í boði en að jafna sig hratt á því.“ „Við munum leggja leikinn upp á svipaðan máta og við höfum gert hingað til. Ég á von á spennandi leik en að hann geti einnig boðið upp á sveiflur innan leiksins.“ „Bæði lið spila hraðan bolta og við náðum að stöðva það í fyrsta leiknum. Framarar svöruðu því í næsta leik en vonandi náum við aftur að stoppa þá í kvöld, eins og við gerðum á fimmtudaginn.“ „Við þurfum að þétta vörnina og vera grimmari í sókninni. Það er það sem okkur skorti um helgina. Við lentum líka í mjög slæmum leikkafla þegar við misstum þrjá menn af velli með stuttu millibili og þeir skoruðu nokkur mörk á okkur. Við vonum að við lendum ekki í öðru eins í kvöld,“ sagði Kristján. FH-ingar fóru mikinn í lokasprettinum í deildarkeppninni og segir Kristján að tapið um helgina hafi ekki dregið úr liðinu. „Það er fullt sjálfstraust í liðinu. Við getum tapað leikjum en líka unnið alla og það höfum við sýnt. Það verður ekkert gefið eftir í kvöld og ætlum að láta verkin tala inn á vellinum.“ FH-ingum hefur verið hrósað fyrir góða umgjörð á sínum leikjum en Kristján segir aðalatriðið að bjóða upp á góðan handbolta. „Mestu máli skiptir er að handboltinn sé góður og þess vegna hefur verið hægt að búa til svo góða umgjörð í kringum okkar leiki. Umgjörðin hefur verið algjörlega til fyrirmyndar og það er vonandi að það verði framhald á. Áhorfendur fá þá ekki bara góðan handbolta heldur eru líka mættir til að skemmta sér og eiga góða kvöldstund.“ Kristján segir að markmið FH-inga séu skýr og að það hafi ekkert breyst frá því í haust. „Aðalmálið er að fara í úrslitin. Það hefur verið okkar markmið frá byrjun. Nú eigum við eina hindrun eftir og ætlum við okkur yfir hana og fara svo alla leið.“
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira