Oddur Gretarsson á langa nótt fyrir höndum. Hann þarf að keyra frá Akureyri til Keflavíkur þaðan sem hann fer til Þýskalands í fyrramálið. Hann er á leiðinni á reynslu hjá Wetzlar.
Hann var frábær í sigri Akureyrar á HK í kvöld.
“Ég þarf að keyra í nótt, það var ekkert pláss í fluginu með HK. Ég keyri eflaust beint út á völl. Ég verð þarna í nokkra daga og skoða mig um. Ég missi bara af tveimur æfingum hérna heima,” sagði Oddur við Vísi í kvöld.
“Þetta mun ekkert trufla mig neitt. Þeir buðu mér út en ég skoða framhaldið bara í sumar. Ég ætlaði að vera búinn að fara út en það fannst aldrei neinn tími,” sagði Oddur sem hefur verið eftirsóttur undanfarið, en mörg félög ytra hafa borið víurnar í landsliðsmanninn geðþekka.
Oddur keyrir frá Akureyri til Keflavíkur í nótt
Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
