Alcoa í viðræðum um álver í Norður-Noregi 19. apríl 2011 11:26 Nýjar olíu- og gaslindir, sem fundist hafa í Barentshafi, auka líkur á að bandaríska álfyrirtækið Alcoa reisi nýtt álver í Norður-Noregi. Álverið myndi nýta raforku sem framleidd yrði með gasi. Ráðamenn Alcoa upplýstu um áhuga sinn á Norður-Noregi í fyrrasumar. Í viðtölum við norska fjölmiðla sögðust þeir vilja reisa 350 þúsund tonna álver, og nefndu að það yrði sambærilegt álveri Alcoa á Íslandi. Þeir sögðu Norður-Noreg henta sem staðsetningu vegna aðgangs sem gasraforkuver fengi að gasi úr Barentshafi. Viðræður eru hafnar milli ráðamanna Alcoa og sveitarstjórnarmanna á Finnmörku, sem tekið hafa verkefninu fagnandi, enda gefur það fyrirheit um 500 ný störf og 300 milljarða króna fjárfestingu í álveri og orkuveri. Hafnarbærinn Hammerfest er helst nefndur en þar skammt frá er gasvinnslustöð á eynni Mjallhvít. Innan ríkisstjórnar Noregs hefur hugmyndinni hins vegar verið tekið misjafnlega. Helga Pedersen, helsti leiðtogi Verkamannaflokksins í Norður-Noregi, systurflokks Samfylkingarinnar, kveðst mjög spennt fyrir álverinu. Umhverfisráðherrann Erik Solheim úr SV, systurflokki Vinstri grænna, leggst hins vegar gegn verkefninu þar sem hann vilji ekki sértækar aðgerðir fyrir bandarískan álframleiðanda til að mæta aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Bæjarstjórinn í Hammerfest segir á móti að það sé þversögn að flytja gasið í staðinn langan veg til Þýskalands, með tilheyrandi orkutapi, og láta koltvísýringinn þar út í andrúmsloftið því hann spyrji ekki um landamæri. Nær sé að nýta orkuna á heimaslóðum. Uppgötvun olíu- og gaslindarinnar stóru í Barentshafi í byrjun mánaðarins hefur nú hleypt nýju lífi í álversumræðuna í Norður-Noregi enda telja menn sig nú sjá að fallin séu þau rök að ekki fáist nægjanlegt gas í raforkuver fyrir álver. Alcoa hefur, sem kunnugt er, einnig verið í viðræðum um að reisa álver á Bakka við Húsavík. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Nýjar olíu- og gaslindir, sem fundist hafa í Barentshafi, auka líkur á að bandaríska álfyrirtækið Alcoa reisi nýtt álver í Norður-Noregi. Álverið myndi nýta raforku sem framleidd yrði með gasi. Ráðamenn Alcoa upplýstu um áhuga sinn á Norður-Noregi í fyrrasumar. Í viðtölum við norska fjölmiðla sögðust þeir vilja reisa 350 þúsund tonna álver, og nefndu að það yrði sambærilegt álveri Alcoa á Íslandi. Þeir sögðu Norður-Noreg henta sem staðsetningu vegna aðgangs sem gasraforkuver fengi að gasi úr Barentshafi. Viðræður eru hafnar milli ráðamanna Alcoa og sveitarstjórnarmanna á Finnmörku, sem tekið hafa verkefninu fagnandi, enda gefur það fyrirheit um 500 ný störf og 300 milljarða króna fjárfestingu í álveri og orkuveri. Hafnarbærinn Hammerfest er helst nefndur en þar skammt frá er gasvinnslustöð á eynni Mjallhvít. Innan ríkisstjórnar Noregs hefur hugmyndinni hins vegar verið tekið misjafnlega. Helga Pedersen, helsti leiðtogi Verkamannaflokksins í Norður-Noregi, systurflokks Samfylkingarinnar, kveðst mjög spennt fyrir álverinu. Umhverfisráðherrann Erik Solheim úr SV, systurflokki Vinstri grænna, leggst hins vegar gegn verkefninu þar sem hann vilji ekki sértækar aðgerðir fyrir bandarískan álframleiðanda til að mæta aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Bæjarstjórinn í Hammerfest segir á móti að það sé þversögn að flytja gasið í staðinn langan veg til Þýskalands, með tilheyrandi orkutapi, og láta koltvísýringinn þar út í andrúmsloftið því hann spyrji ekki um landamæri. Nær sé að nýta orkuna á heimaslóðum. Uppgötvun olíu- og gaslindarinnar stóru í Barentshafi í byrjun mánaðarins hefur nú hleypt nýju lífi í álversumræðuna í Norður-Noregi enda telja menn sig nú sjá að fallin séu þau rök að ekki fáist nægjanlegt gas í raforkuver fyrir álver. Alcoa hefur, sem kunnugt er, einnig verið í viðræðum um að reisa álver á Bakka við Húsavík.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira