Miklar líkur á fyrstu vaxtahækkun ECB í tvö ár 1. apríl 2011 16:00 Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í nýlegri könnun Reuters meðal greinenda fjármálafyrirtækja var útkoman sú að 76 af 80 svarendum gera ráð fyrir að ECB hækki vexti sína næstkomandi fimmtudag, þann 7. apríl næstkomandi Stýrivextir ECB eru nú 1%, og gera greinendur ráð fyrir að þeir hækki um 0,25 prósentur í næstu viku. Í kjölfarið er hóflegum vaxtahækkunum spáð og áætla greinendur að jafnaði að vextirnir verði komnir í 1,75% í lok ársins og 2,5% í árslok 2012. Ástæða væntinga um vaxtahækkanir ECB er verðbólguþrýstingur á evrusvæðinu, en hann hefur verið nokkur undanfarið. Í gær voru birtar tölur um þróun neysluverðs á evrusvæði í mars. Kom þar í ljós að verðbólga undanfarna 12 mánuði mælist nú 2,6% , en verðbólga á þennan kvarða mældist 2,4% í febrúar. Peningastefna ECB miðast við að halda verðbólgu undir, en sem næst, 2% og hefur verðbólga verið yfir því marki síðan í desember síðastliðnum. Þótt rætur aukinnar verðbólgu á evrusvæði liggi fremur í hækkun hrávöru- og orkuverðs en eftirspurnarþrýstingi heimamanna hafa ráðamenn ECB áhyggjur af því að hærri verðbólguvæntingar séu að festast í sessi. Hafa þeir því undanfarið látið meira og meira í veðri vaka að hækkun vaxta sé í farvatninu. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í nýlegri könnun Reuters meðal greinenda fjármálafyrirtækja var útkoman sú að 76 af 80 svarendum gera ráð fyrir að ECB hækki vexti sína næstkomandi fimmtudag, þann 7. apríl næstkomandi Stýrivextir ECB eru nú 1%, og gera greinendur ráð fyrir að þeir hækki um 0,25 prósentur í næstu viku. Í kjölfarið er hóflegum vaxtahækkunum spáð og áætla greinendur að jafnaði að vextirnir verði komnir í 1,75% í lok ársins og 2,5% í árslok 2012. Ástæða væntinga um vaxtahækkanir ECB er verðbólguþrýstingur á evrusvæðinu, en hann hefur verið nokkur undanfarið. Í gær voru birtar tölur um þróun neysluverðs á evrusvæði í mars. Kom þar í ljós að verðbólga undanfarna 12 mánuði mælist nú 2,6% , en verðbólga á þennan kvarða mældist 2,4% í febrúar. Peningastefna ECB miðast við að halda verðbólgu undir, en sem næst, 2% og hefur verðbólga verið yfir því marki síðan í desember síðastliðnum. Þótt rætur aukinnar verðbólgu á evrusvæði liggi fremur í hækkun hrávöru- og orkuverðs en eftirspurnarþrýstingi heimamanna hafa ráðamenn ECB áhyggjur af því að hærri verðbólguvæntingar séu að festast í sessi. Hafa þeir því undanfarið látið meira og meira í veðri vaka að hækkun vaxta sé í farvatninu.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent