Vilja gefa út gæludýravegabréf í staðinn fyrir sóttkví 2. apríl 2011 14:22 Helgi Hjörvar ásamt blindrahundinum Herra X . Þrír þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að reglum um innflutning gæsludýra verði rýmkaðar, meðal annars með útgáfu sérstakra gæludýravegabréfa. Það eru þingmennirnir Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir og Magnús Orri Schram, sem eru flutningsmenn frumvarpsins sem miðar meðal annars að því að leitar- og blindrahundar þurfi ekki að fara í fjögurra vikna sóttkví þegar þeir koma til landsins, sérstaklega í ljósi þess að slík vistun getur raskað verulega þjálfun hundanna. Í greinagerðinni segir kemur fram að í frumvarpinu sé lagt til að ekki þurfi að einangra gæludýr sem flutt eru inn til landsins, svo framarlega sem með þeim fylgi nauðsynleg heilbrigðis- og upprunavottorð sem staðfesta nauðsynlega bólusetningu og að blóðsýnataka hafi leitt í ljóst að dýrið hafi myndað mótefni gegn sjúkdómnum sem bólusett var gegn. Með frumvarpinu er einstaklingum því gert kleift að ferðast með dýr sín til útlanda og aftur heim án þess að nauðsynlegt sé að þau séu einangruð í sóttvarnastöð við heimkomu. Verði frumvarpið samþykkt verður það Matvælastofnun sem gefur út gæludýravegabréf fyrir þau gæludýr sem uppfylla skilyrði laganna. Þess má einnig geta að Ísland er eitt af tíu löndum veraldar sem er algjörlega laust við hundaæði. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þrír þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að reglum um innflutning gæsludýra verði rýmkaðar, meðal annars með útgáfu sérstakra gæludýravegabréfa. Það eru þingmennirnir Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir og Magnús Orri Schram, sem eru flutningsmenn frumvarpsins sem miðar meðal annars að því að leitar- og blindrahundar þurfi ekki að fara í fjögurra vikna sóttkví þegar þeir koma til landsins, sérstaklega í ljósi þess að slík vistun getur raskað verulega þjálfun hundanna. Í greinagerðinni segir kemur fram að í frumvarpinu sé lagt til að ekki þurfi að einangra gæludýr sem flutt eru inn til landsins, svo framarlega sem með þeim fylgi nauðsynleg heilbrigðis- og upprunavottorð sem staðfesta nauðsynlega bólusetningu og að blóðsýnataka hafi leitt í ljóst að dýrið hafi myndað mótefni gegn sjúkdómnum sem bólusett var gegn. Með frumvarpinu er einstaklingum því gert kleift að ferðast með dýr sín til útlanda og aftur heim án þess að nauðsynlegt sé að þau séu einangruð í sóttvarnastöð við heimkomu. Verði frumvarpið samþykkt verður það Matvælastofnun sem gefur út gæludýravegabréf fyrir þau gæludýr sem uppfylla skilyrði laganna. Þess má einnig geta að Ísland er eitt af tíu löndum veraldar sem er algjörlega laust við hundaæði.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira