Danir spara fé sem aldrei fyrr 3. apríl 2011 11:16 Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að fjármálakreppan skall á árið 2007 hafi danskur almenningur tvöfaldað sparnað sinn. Hver dönsk fjölskylda leggur nú árlega 34.000 kr. danskar eða tæplega 750.000 kr. inn á sparireikninga sína. Í heild nemur sparnaðurinn 86,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 1.900 milljörðum kr. Upphæð sem liggur nokkuð fyrir ofan landsframleiðslu Íslands. Á sama tíma og sparnaðarreikningar fitna dregur úr einkaneyslunni. Samdrátturinn er þegar orðinn svo mikill að sérfræðingar ræða um að „japanskt ástand" sé að myndast í Danmörku. Í Japan hefur mikill sparnaður almennings á kostnað einkaneyslu leitt til stöðnunar í áratugi. Johannes Andersen lektor í stjórnvísindum við Háskóla Álaborgar segir að þróunin sé ógnvænleg. Hún skýrist hinsvegar af því að Danir hafa sterka kreppuvitund. Margir óttist einnig atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð. „Þetta fær okkur til að spara," segir Andersen. Sparnaðurinn er hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslífið. Sparnaður dregur verulega úr hagvextinum vegna Þess hve einkaneyslan er stór þáttur í landsframleiðslu landsins. Einkaneyslan er ráðandi afl þegar kemur að því að fjölga störfum, auka hagvöxtinn og draga úr fjárlagahallanum. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að fjármálakreppan skall á árið 2007 hafi danskur almenningur tvöfaldað sparnað sinn. Hver dönsk fjölskylda leggur nú árlega 34.000 kr. danskar eða tæplega 750.000 kr. inn á sparireikninga sína. Í heild nemur sparnaðurinn 86,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 1.900 milljörðum kr. Upphæð sem liggur nokkuð fyrir ofan landsframleiðslu Íslands. Á sama tíma og sparnaðarreikningar fitna dregur úr einkaneyslunni. Samdrátturinn er þegar orðinn svo mikill að sérfræðingar ræða um að „japanskt ástand" sé að myndast í Danmörku. Í Japan hefur mikill sparnaður almennings á kostnað einkaneyslu leitt til stöðnunar í áratugi. Johannes Andersen lektor í stjórnvísindum við Háskóla Álaborgar segir að þróunin sé ógnvænleg. Hún skýrist hinsvegar af því að Danir hafa sterka kreppuvitund. Margir óttist einnig atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð. „Þetta fær okkur til að spara," segir Andersen. Sparnaðurinn er hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslífið. Sparnaður dregur verulega úr hagvextinum vegna Þess hve einkaneyslan er stór þáttur í landsframleiðslu landsins. Einkaneyslan er ráðandi afl þegar kemur að því að fjölga störfum, auka hagvöxtinn og draga úr fjárlagahallanum.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira