Phil Mickelson vann í dag sigur á Houston Open mótinu í golfi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vinnur mót síðan hann fagnaði sigri á Masters í fyrra en það hefst nú á fimmtudaginn.
Með sigrinum komst Mickelson upp í þriðja sæti heimslistans en Tiger Woods datt að sama skapi niður í það sjöunda. Þetta er í fyrsta sinn sem að Mickelson er fyrir ofan Woods á heimslistanum síðan 1997 er sá síðarnefndi vann sitt fyrsta stórmót.
Mickelson spilaði á 65 höggum í dag og var alls á 20 höggum undir pari. Hann var þremur höggum á undan þeim Scott Verplank og Chris Kirk.
Woods keppti ekki á mótinu en verður á meðal keppanda á Masters.
Mickelson fagnaði sigri í Houston
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti





Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti
