Schalke skoraði fimm mörk hjá Evrópumeisturunum á San Siro Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 18:00 Mynd/AP Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur með ótrúlegu marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, kom þá út úr teignum og skallaði stungusendingu frá markinu. Boltinn barst alla leið fram á miðju en þar hikaði Stankovic ekki í eina sekúndu heldur tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur yfir Neuer og í markið. Schalke var ekkert að leggja árar í bát heldur sótti strax á Inter-liðið og Joel Matip tókst að jafna leikinn á 17. mínútu eftir að varnarmönnum Inter mistókst að koma boltanum frá eftir horn og skalla Kyriakos Papadopoulos. Diego Milito kom Inter aftur yfir á 34. mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki á tímabilinu en Argentínumaðurinn skoraði þá af stuttu færi eftir að Esteban Cambiasso skallaði fyrirgjöf Wesley Sneijder fyrir fætur hans. Schalke náði aftur á móti að jafna aftur leikinn sjö mínútum síðar þegar Edu fylgdi á eftir eigin skoti og skoraði af harðfylgni. Julio Cesar hefði kannski átt að gera betur í marki Inter en Þjóðverjarnir voru búnir að skora tvisvar hjá honum á fyrstu 40 mínútunum. Schalke-menn voru hvergi nærri hættir og eftir tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks voru þeir komnir í 4-2. Raul Gonzalez skoraði fyrra markið á 53. mínútu eftir sendingu Jefferson Farfán og það seinna kom á 57. mínútu og var sjálfsmark Andrea Ranocchia eftir fyrirgjöf frá José Manuel Jurado. Mark Raul var mark númer 70 hjá honum í Meistaradeildinni. Schalke var því komið í frábæra stöðu en hún varð enn betri á 62. mínútu þegar Rúmeninn Cristian Chivu fékk sitt annað gula spjald og Inter-menn voru því bæði tveimur mörkum undir og einum manni færri. José Manuel Jurado og Jefferson Farfán fengu bæði góð tækifæri til þess að skora fimmta markið áður en Edu skoraði sitt annað mark í leiknum með glæsilegu skoti frá vítateig á 75. mínútu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur með ótrúlegu marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, kom þá út úr teignum og skallaði stungusendingu frá markinu. Boltinn barst alla leið fram á miðju en þar hikaði Stankovic ekki í eina sekúndu heldur tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur yfir Neuer og í markið. Schalke var ekkert að leggja árar í bát heldur sótti strax á Inter-liðið og Joel Matip tókst að jafna leikinn á 17. mínútu eftir að varnarmönnum Inter mistókst að koma boltanum frá eftir horn og skalla Kyriakos Papadopoulos. Diego Milito kom Inter aftur yfir á 34. mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki á tímabilinu en Argentínumaðurinn skoraði þá af stuttu færi eftir að Esteban Cambiasso skallaði fyrirgjöf Wesley Sneijder fyrir fætur hans. Schalke náði aftur á móti að jafna aftur leikinn sjö mínútum síðar þegar Edu fylgdi á eftir eigin skoti og skoraði af harðfylgni. Julio Cesar hefði kannski átt að gera betur í marki Inter en Þjóðverjarnir voru búnir að skora tvisvar hjá honum á fyrstu 40 mínútunum. Schalke-menn voru hvergi nærri hættir og eftir tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks voru þeir komnir í 4-2. Raul Gonzalez skoraði fyrra markið á 53. mínútu eftir sendingu Jefferson Farfán og það seinna kom á 57. mínútu og var sjálfsmark Andrea Ranocchia eftir fyrirgjöf frá José Manuel Jurado. Mark Raul var mark númer 70 hjá honum í Meistaradeildinni. Schalke var því komið í frábæra stöðu en hún varð enn betri á 62. mínútu þegar Rúmeninn Cristian Chivu fékk sitt annað gula spjald og Inter-menn voru því bæði tveimur mörkum undir og einum manni færri. José Manuel Jurado og Jefferson Farfán fengu bæði góð tækifæri til þess að skora fimmta markið áður en Edu skoraði sitt annað mark í leiknum með glæsilegu skoti frá vítateig á 75. mínútu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira