Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var ekki tilbúinn að fagna sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 sigur í kvöld í fyrri leiknum á móti Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum. Real Madrid komst í 1-0 eftir 5 mínútna leik og lék síðan manni fleiri síðustu 75 mínútur leiksins.
„Nei við erum ekki komnir áfram. Ég þekki England vel, ég þekki enska hugarfarið og ég þekki White Hart Lane. Á móti öllum öðrum menningarheimum myndi ég segja að við værum komnir áfram en enskir fótboltamenn missa ekki trúna og gefast ekki upp fyrr en á síðustu mínútunni, þannig að þetta er ekki búið," sagði Jose Mourinho eftir leikinn.
„Við byrjuðum ellefu á móti ellefu og skoruðum strax mark. Þetta varð vonlaust verkefni fyrir Spurs eftir að þeir urðu tíu inn á vellinum. Ég hef áður lent í svona aðstöðu með bæði Chelsea og Inter. Liðið sem er með ellefu menn þarf bara að halda uppi tempóinu í leiknum og leyfa ekki mótherjanum að ná andanum. Við gerðum það í seinni hálfleiknum," sagði Mourinho.
Mourinho: Þekki vel enska hugarfarið og við erum ekki komnir áfram
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn





Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn