Wayne Rooney tryggði Manchester United sigur á Brúnni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2011 17:57 Mynd/AP Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Carlo Ancelotti tefldi fram þeim Didier Drogba og Fernando Torres í framlínunni hjá Chelsea í kvöld en markaþurrð spænska landsliðsmannins heldur áfram. Torres hefur nú spilað í 617 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora. Ancelotti leyfði Torres að klára leikinn en tók hinsvegar Drogba útaf fyrir Nicolas Anelka á 70. mínútu. Manchester United tók völdin á miðjunni í upphafi leiks þar sem þeir Michael Carrick og Ryan Giggs áttu mjög góðan leik. Það gerðist samt lítið á síðasta sóknarþriðjungnum á fyrstu tuttugu mínútunum. Wayne Rooney kom United í 1-0 á 24. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs. Giggs tók meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði með innanfótarspyrnu í fjærhornið. Chelsea sótti aðeins í sig veðrið eftir mark Rooney en besta færi Chelsea-liðsins í hálfleiknum kom þó ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar þeir áttu hreinlega að jafna metin. Didier Drogba átti skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna en Patrice Evra tókst að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Undir lokin vildi Ramires fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra felldi hann augljóslega í teignum en ekkert var dæmt og þar hafði United-liðið heppnina með sér. Skömmu síðar reyndi Fernando Torres að fiska víti en hlaut bara gult spjald fyrir. Í kjölfarið ætlaði allt að sjóða upp úr en engin rauð spjöld fóru á loft. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Carlo Ancelotti tefldi fram þeim Didier Drogba og Fernando Torres í framlínunni hjá Chelsea í kvöld en markaþurrð spænska landsliðsmannins heldur áfram. Torres hefur nú spilað í 617 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora. Ancelotti leyfði Torres að klára leikinn en tók hinsvegar Drogba útaf fyrir Nicolas Anelka á 70. mínútu. Manchester United tók völdin á miðjunni í upphafi leiks þar sem þeir Michael Carrick og Ryan Giggs áttu mjög góðan leik. Það gerðist samt lítið á síðasta sóknarþriðjungnum á fyrstu tuttugu mínútunum. Wayne Rooney kom United í 1-0 á 24. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs. Giggs tók meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði með innanfótarspyrnu í fjærhornið. Chelsea sótti aðeins í sig veðrið eftir mark Rooney en besta færi Chelsea-liðsins í hálfleiknum kom þó ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar þeir áttu hreinlega að jafna metin. Didier Drogba átti skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna en Patrice Evra tókst að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Undir lokin vildi Ramires fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra felldi hann augljóslega í teignum en ekkert var dæmt og þar hafði United-liðið heppnina með sér. Skömmu síðar reyndi Fernando Torres að fiska víti en hlaut bara gult spjald fyrir. Í kjölfarið ætlaði allt að sjóða upp úr en engin rauð spjöld fóru á loft.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira