Jóhanna og Dagur gefa flokksmönnum línuna 6. apríl 2011 19:38 Mynd/GVA „Hafni íslenska þjóðin samningnum mun það ekki verða til þess að deilan hverfi heldur eru allar líkur á því að deilan harðni og að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar verði þar með stefnt í tvísýnu,“ segja Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í tölvubréfi til flokksmanna. Þau segja þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardaginn ekki snúast um ríkisstjórnina. „Hún snýst ekki um einstaka flokka, forystumenn þeirra, ESB, EES, AGS eða rétta eða ranga lögfræðilega niðurstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn snýst um lífskjör á Íslandi og hversu hratt við viljum vinna okkur út úr efnahagshruninu sem hér varð. Hún snýst um það hvort við Íslendingar viljum ljúka Icesave-deilunni með sátt eins og að hefur verið stefnt undanfarið tvö og hálft ár eða hvort breytt verður um stefnu og slagurinn tekinn fyrir dómstólum og á vettvangi alþjóðlegra stofnana um óráðna framtíð.“ Meiri kostnaður Jóhanna og Dagur segja að fyrirliggjandi samningur, sem 70% alþingismanna samþykkti, geri ráð fyrir því að á ríkissjóð gætu fallið 32 milljarðar króna á næstu 5 árum, vegna þeirra 1300 milljarða sem innistæðueigendur áttu á Icesave-reikningunum. Margt bendi til þess að betri heimtur úr þrotabúinu og hraðari útgreiðslur muni lækka kostnað ríkissjóðs enn frekar. Þá segja þau kostnað samfélagsins af Icesave-deilunni hafi hingað til fyrst og fremst falist í töfum og auknum útgjöldum við fjármögnun framkvæmda og rekstrar. Óhætt sé að fullyrða að sá kostnaður sé og verði mun hærri en sú fjárhæð sem mögulega felli á íslenska skattgreiðendur á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Þeim mun lengur sem málið sé óleyst, þeim mun dýrara og skaðlegra verði Icesave fyrir íslenska þjóð.Hvert atkvæði skiptir máli „Í okkar huga er málið afar skýrt. Já við samningaleiðinni lágmarkar áhættu Íslands af Icesave, það lágmarkar kostnað Íslands af deilunni, lágmarkar óvissuna í endurreisnarferli Íslands og veitir atvinnulífi og stjórnvöldum forsendur til að ráðast í auknar fjárfestingar og fjölgun atvinnutækifæra. Já við samningaleiðinni skapar sátt við alþjóðasamfélagið og eykur traust þess á endurreisn Íslands,“ segja Jóhanna og Dagur í bréfinu. „Við hvetjum þig til virkrar þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem lýkur á laugardaginn. Úrslit hennar skipta miklu um hag þjóðarinnar og lífskjör Íslendinga næstu misseri og ár. Hvert atkvæði skiptir máli ef mjótt verður á munum. Sameinumst um að eyða óvissunni og lágmarka kostnað samfélagsins af hruninu og segjum JÁ.“ Icesave Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Hafni íslenska þjóðin samningnum mun það ekki verða til þess að deilan hverfi heldur eru allar líkur á því að deilan harðni og að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar verði þar með stefnt í tvísýnu,“ segja Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í tölvubréfi til flokksmanna. Þau segja þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardaginn ekki snúast um ríkisstjórnina. „Hún snýst ekki um einstaka flokka, forystumenn þeirra, ESB, EES, AGS eða rétta eða ranga lögfræðilega niðurstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn snýst um lífskjör á Íslandi og hversu hratt við viljum vinna okkur út úr efnahagshruninu sem hér varð. Hún snýst um það hvort við Íslendingar viljum ljúka Icesave-deilunni með sátt eins og að hefur verið stefnt undanfarið tvö og hálft ár eða hvort breytt verður um stefnu og slagurinn tekinn fyrir dómstólum og á vettvangi alþjóðlegra stofnana um óráðna framtíð.“ Meiri kostnaður Jóhanna og Dagur segja að fyrirliggjandi samningur, sem 70% alþingismanna samþykkti, geri ráð fyrir því að á ríkissjóð gætu fallið 32 milljarðar króna á næstu 5 árum, vegna þeirra 1300 milljarða sem innistæðueigendur áttu á Icesave-reikningunum. Margt bendi til þess að betri heimtur úr þrotabúinu og hraðari útgreiðslur muni lækka kostnað ríkissjóðs enn frekar. Þá segja þau kostnað samfélagsins af Icesave-deilunni hafi hingað til fyrst og fremst falist í töfum og auknum útgjöldum við fjármögnun framkvæmda og rekstrar. Óhætt sé að fullyrða að sá kostnaður sé og verði mun hærri en sú fjárhæð sem mögulega felli á íslenska skattgreiðendur á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Þeim mun lengur sem málið sé óleyst, þeim mun dýrara og skaðlegra verði Icesave fyrir íslenska þjóð.Hvert atkvæði skiptir máli „Í okkar huga er málið afar skýrt. Já við samningaleiðinni lágmarkar áhættu Íslands af Icesave, það lágmarkar kostnað Íslands af deilunni, lágmarkar óvissuna í endurreisnarferli Íslands og veitir atvinnulífi og stjórnvöldum forsendur til að ráðast í auknar fjárfestingar og fjölgun atvinnutækifæra. Já við samningaleiðinni skapar sátt við alþjóðasamfélagið og eykur traust þess á endurreisn Íslands,“ segja Jóhanna og Dagur í bréfinu. „Við hvetjum þig til virkrar þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem lýkur á laugardaginn. Úrslit hennar skipta miklu um hag þjóðarinnar og lífskjör Íslendinga næstu misseri og ár. Hvert atkvæði skiptir máli ef mjótt verður á munum. Sameinumst um að eyða óvissunni og lágmarka kostnað samfélagsins af hruninu og segjum JÁ.“
Icesave Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira