Stórleikurinn í Vesturbænum í kvöld er ekki eini íslenski íþróttaviðburðurinn í dag. Lokaumferð N1-deildar karla fer einnig fram í kvöld.
Spennan er reyndar afar lítil fyrir leiki kvöldsins. Akureyri er deildarmeistari, FH er í öðru sæti, Selfoss er fallið og Afturelding fer í umspil um laust sæti í efstu deild að ári.
Eina spennan er hvort HK eða Fram verði í þriðja sæti deildarinnar en þau mæta einmitt efstu tveim liðunum í kvöld.
Einu stigi munar á liðunum, Fram er með stigi meira. HK þarf því að leggja FH af velli og treysta á sigur Akureyri gegn Fram til þess að ná þriðja sætinu.
Leikirnir í kvöld hefjast klukkan 19.30:
Akureyri - Fram
HK - FH
Afturelding - Selfoss
Haukar - Valur
Lokaumferð N1-deildar karla í kvöld
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
