Afstaða Vigdísar vekur hörð viðbrögð meðal netverja 8. apríl 2011 23:53 Mynd/Stefán Karlsson Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttar, fyrrverandi forseta Íslands, um að hún styðji Icesave samninganna hefur valdið reiðibylgju meðal margra netverja. Í lauslegri yfirferð fréttastofu mátti finna fjölda athugasemda á bloggsíðum, á Facebook og í athugasemdum á fréttamiðlum. Þar er Vigdís meðal annars sögð ómarktæk vegna þeirra eftirlauna sem hún nýtur sem fyrrverandi forseti, að hún hafi lagt hundrað ára kvennabaráttu í rúst með ákvörðun sinni, að henni sé sama um komandi kynslóðir og þá segist kjósandi íhuga að brenna myndir sem hann á af sér með Vigdísi. Fyrr í kvöld sendi Vigdís fjölmiðlum tilkynningu þar sem fram kom að hún hefði greitt atkvæði utankjörfundar með „jáyrði samningnum í vil," en hún verður að heiman á morgun laugardag. „Frá mínu sjónarmiði séð leikur enginn vafi á því að orðstír okkar Íslendinga bíður mikinn skaða af áframhaldandi deilum, átökum fyrir dómstólum og flóknum lagaþrætum. Þá er mikið í húfi að við Íslendingar snúum sem fyrst baki við sundrungu og deilum og stöndum heldur saman að því að byggja upp heildstæða og farsæla framtíð fyrir land og lýð. Þess kann ég best að óska Íslendingum," segir Vigdís. Icesave Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir styður Icesave samninginn "Ég hef ekki lagt í vana minn að lýsa afstöðu minni til umdeildra mála, en nú hefur mikill fjöldi fólks innt mig eftir skoðun minni á þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú fer í hönd. Mér er afar umhugað um framtíð þjóðarinnar og að vel athuguðu máli vil ég upplýsa að ég hef farið á kjörstað, vegna fjarveru næstu daga, og greitt atkvæði mitt með jáyrði, samningnum í vil,“ segir Vigdís Finnabogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tilkynningu til fjölmiðla. 8. apríl 2011 19:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttar, fyrrverandi forseta Íslands, um að hún styðji Icesave samninganna hefur valdið reiðibylgju meðal margra netverja. Í lauslegri yfirferð fréttastofu mátti finna fjölda athugasemda á bloggsíðum, á Facebook og í athugasemdum á fréttamiðlum. Þar er Vigdís meðal annars sögð ómarktæk vegna þeirra eftirlauna sem hún nýtur sem fyrrverandi forseti, að hún hafi lagt hundrað ára kvennabaráttu í rúst með ákvörðun sinni, að henni sé sama um komandi kynslóðir og þá segist kjósandi íhuga að brenna myndir sem hann á af sér með Vigdísi. Fyrr í kvöld sendi Vigdís fjölmiðlum tilkynningu þar sem fram kom að hún hefði greitt atkvæði utankjörfundar með „jáyrði samningnum í vil," en hún verður að heiman á morgun laugardag. „Frá mínu sjónarmiði séð leikur enginn vafi á því að orðstír okkar Íslendinga bíður mikinn skaða af áframhaldandi deilum, átökum fyrir dómstólum og flóknum lagaþrætum. Þá er mikið í húfi að við Íslendingar snúum sem fyrst baki við sundrungu og deilum og stöndum heldur saman að því að byggja upp heildstæða og farsæla framtíð fyrir land og lýð. Þess kann ég best að óska Íslendingum," segir Vigdís.
Icesave Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir styður Icesave samninginn "Ég hef ekki lagt í vana minn að lýsa afstöðu minni til umdeildra mála, en nú hefur mikill fjöldi fólks innt mig eftir skoðun minni á þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú fer í hönd. Mér er afar umhugað um framtíð þjóðarinnar og að vel athuguðu máli vil ég upplýsa að ég hef farið á kjörstað, vegna fjarveru næstu daga, og greitt atkvæði mitt með jáyrði, samningnum í vil,“ segir Vigdís Finnabogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tilkynningu til fjölmiðla. 8. apríl 2011 19:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir styður Icesave samninginn "Ég hef ekki lagt í vana minn að lýsa afstöðu minni til umdeildra mála, en nú hefur mikill fjöldi fólks innt mig eftir skoðun minni á þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú fer í hönd. Mér er afar umhugað um framtíð þjóðarinnar og að vel athuguðu máli vil ég upplýsa að ég hef farið á kjörstað, vegna fjarveru næstu daga, og greitt atkvæði mitt með jáyrði, samningnum í vil,“ segir Vigdís Finnabogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tilkynningu til fjölmiðla. 8. apríl 2011 19:15