Japönsk stjórnvöld hafa tekið þá ákvörðun að fjórir kjarnakljúfar af sex í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, sem varð illa úti í jarðskjálftanum á dögunum, verði teknir úr umferð.
Þetta var tilkynnt nú í morgun en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hina tvo kljúfana, hvort þeir verði gangsettir á ný síðar. Sjórinn við Fukushima kjarnorkuverið í Japan, sem varð illa úti í jarðskjálftanum á dögunum, mælist mun geislavirkari en áður hefur verið talið. Á einum stað þar sem mælt, um 300 metra frá landi, reyndist geislavirkt joð vera rúmlega þrjúþúsund-falt yfir hættumörkum.

