Viðræðum um kaupin á All Saints slitið 31. mars 2011 08:22 Viðræðum um kaupin á bresku tískukeðjunni All Saints hefur verið slitið. Skilanefndir Kaupþings og Glitnis hafa átt í þessum viðræðum við fjárfestingarfélagið M1 Group og Rchard Sharp fyrrum starfsmann Goldman Sachs. Í frétt um málið í Financial Times segir að M1 Group sé frá Líbanon og að það njóti stuðnings frá komandi forsætisráðherra landsins. Fram kemur í fréttinni að skilanefndirnar séu með annan kaupenda í sigtinu. Verðmiðinn á All Saints hljóðar upp á 140 milljónir punda. Skilanefndir Kaupþing og Glitnis hefðu getað fengið um 9 milljarða kr. út úr þessari sölu á All Saints ef hún hefði farið í gegn. Í frétt hjá The Press Association fyrr í vetur segir að eigendur All Saints hafa fengið Ernst & Young til að vera ráðgjafar við söluna. All Saints er í meirhlutaeigu Kevin Stanford en Kaupþing og Glitnir halda á um 35% eignarhlut sem áður var í eigu Baugs. Talsmaður M1 Group staðfestir í samtali við Financial Times að þeir hafi slitið viðræðunum. Í yfirlýsingu frá All Saints segir að viðræður haldi áfram við annan kaupenda sem sýnt hafi keðjunni áhuga. Vonast sé til að niðurstaða náist í þeim viðræðum í „náinni framtíð“ eins og það er orðað. Samkvæmt heimildum Financial Times er hinn áhugasami kaupandi bandaríski hlutabréfasjóðurinn Goode Partners. All Saints rekur nú yfir 100 verslanir í Bretlandi, Evrópu, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Viðræðum um kaupin á bresku tískukeðjunni All Saints hefur verið slitið. Skilanefndir Kaupþings og Glitnis hafa átt í þessum viðræðum við fjárfestingarfélagið M1 Group og Rchard Sharp fyrrum starfsmann Goldman Sachs. Í frétt um málið í Financial Times segir að M1 Group sé frá Líbanon og að það njóti stuðnings frá komandi forsætisráðherra landsins. Fram kemur í fréttinni að skilanefndirnar séu með annan kaupenda í sigtinu. Verðmiðinn á All Saints hljóðar upp á 140 milljónir punda. Skilanefndir Kaupþing og Glitnis hefðu getað fengið um 9 milljarða kr. út úr þessari sölu á All Saints ef hún hefði farið í gegn. Í frétt hjá The Press Association fyrr í vetur segir að eigendur All Saints hafa fengið Ernst & Young til að vera ráðgjafar við söluna. All Saints er í meirhlutaeigu Kevin Stanford en Kaupþing og Glitnir halda á um 35% eignarhlut sem áður var í eigu Baugs. Talsmaður M1 Group staðfestir í samtali við Financial Times að þeir hafi slitið viðræðunum. Í yfirlýsingu frá All Saints segir að viðræður haldi áfram við annan kaupenda sem sýnt hafi keðjunni áhuga. Vonast sé til að niðurstaða náist í þeim viðræðum í „náinni framtíð“ eins og það er orðað. Samkvæmt heimildum Financial Times er hinn áhugasami kaupandi bandaríski hlutabréfasjóðurinn Goode Partners. All Saints rekur nú yfir 100 verslanir í Bretlandi, Evrópu, Bandaríkjunum og Rússlandi.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira