Umfjöllun: KR sópaði Njarðvík í frí Stefán Árni Pálsson í Njarðvík skrifar 20. mars 2011 21:05 Pavel var magnaður í liði KR í kvöld. KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Eitt af stóreinvígum 8-liða úrslitana í Iceland-Express deild karla er án efa milli Njarðvíkinga og KR-inga. Ljónagryfjan í Njarðvík var orðin full tuttugu mínútum fyrir leik og mikil stemmning var í kofanum. KR-ingar unnu fyrri leikinn í DHL-höllinni og því voru heimamenn alveg upp við vegg. Liðin mættust síðast í Njarðvík ekki alls fyrir löngu og þá unnu KR-ingar öruggan sigur, en síðan þá hafa Njarðvíkingar styrkt lið sitt til muna með frábærum leikstjórnanda, Giordan Watson, og einnig hefur Brenton Birmingham tekið fram skóna á ný. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var komin með þrjár villur eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór því strax á bekkinn. Gríðarleg barátta var í leikmönnum beggja liða og ekki leið langur tími þar til að sjá fór á mönnum. Fyrsti leikhluti hélt áfram að vera gríðarlega jafn en gestirnir náðu aftur á móti að setja niður þriggja stiga körfu þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum. Staðan var því 27-31 eftir fyrsta fjórðunginn. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu 12 stiga forystu þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Ólafur Már Ægisson og Brynjar Þór Björnsson, leikmenn KR, voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar hrukku þá í gang og náðu á örskömmum tíma að jafna leikinn, 47-47, en Giordan Watson, leikmaður Njarðvíkinga, fór mikinn á þeim kafla og gestirnir réðu hreinlega ekkert við hann. KR-ingar bættu við fjórum stigum það sem eftir var af hálfleiknum og því var staðan 47-51 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þriðji leikhlutinn var algjör eign KR-inga en heimamenn í Njarðvík fundu sig engan veginn. Marcus Walker lék einkar vel í fjórðungnum og kom með þann neista í KR liðið sem þeim vantaði sárlega. KR-ingar höfðu 15 stiga forystu fyrir loka fjórðunginn og því var brekkan brött fyrir Njarðvíkinga en þeir skoruðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu áfram sínu striki í fjórða leikhlutanum léku virkilega vel. Heimamenn náðu smá áhlaupi að KR-ingum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá var munurinn sjö stig. Lengra komust þeir aftur á móti ekki og KR sigldi lygnan sjó það sem eftir var af leiknum og sigraði örugglega 80-96.Njarðvík-KR 80-96 (26-31, 20-20, 9-20, 25-25)Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Eitt af stóreinvígum 8-liða úrslitana í Iceland-Express deild karla er án efa milli Njarðvíkinga og KR-inga. Ljónagryfjan í Njarðvík var orðin full tuttugu mínútum fyrir leik og mikil stemmning var í kofanum. KR-ingar unnu fyrri leikinn í DHL-höllinni og því voru heimamenn alveg upp við vegg. Liðin mættust síðast í Njarðvík ekki alls fyrir löngu og þá unnu KR-ingar öruggan sigur, en síðan þá hafa Njarðvíkingar styrkt lið sitt til muna með frábærum leikstjórnanda, Giordan Watson, og einnig hefur Brenton Birmingham tekið fram skóna á ný. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Fannar Ólafsson, leikmaður KR, var komin með þrjár villur eftir aðeins tveggja mínútna leik og fór því strax á bekkinn. Gríðarleg barátta var í leikmönnum beggja liða og ekki leið langur tími þar til að sjá fór á mönnum. Fyrsti leikhluti hélt áfram að vera gríðarlega jafn en gestirnir náðu aftur á móti að setja niður þriggja stiga körfu þegar aðeins ein sekúnda var eftir af leiknum. Staðan var því 27-31 eftir fyrsta fjórðunginn. KR-ingar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu 12 stiga forystu þegar fjórðungurinn var hálfnaður. Ólafur Már Ægisson og Brynjar Þór Björnsson, leikmenn KR, voru sjóðandi heitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvíkingar hrukku þá í gang og náðu á örskömmum tíma að jafna leikinn, 47-47, en Giordan Watson, leikmaður Njarðvíkinga, fór mikinn á þeim kafla og gestirnir réðu hreinlega ekkert við hann. KR-ingar bættu við fjórum stigum það sem eftir var af hálfleiknum og því var staðan 47-51 í hálfleik og leikurinn galopinn. Þriðji leikhlutinn var algjör eign KR-inga en heimamenn í Njarðvík fundu sig engan veginn. Marcus Walker lék einkar vel í fjórðungnum og kom með þann neista í KR liðið sem þeim vantaði sárlega. KR-ingar höfðu 15 stiga forystu fyrir loka fjórðunginn og því var brekkan brött fyrir Njarðvíkinga en þeir skoruðu aðeins níu stig í þriðja leikhluta. KR-ingar héldu áfram sínu striki í fjórða leikhlutanum léku virkilega vel. Heimamenn náðu smá áhlaupi að KR-ingum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá var munurinn sjö stig. Lengra komust þeir aftur á móti ekki og KR sigldi lygnan sjó það sem eftir var af leiknum og sigraði örugglega 80-96.Njarðvík-KR 80-96 (26-31, 20-20, 9-20, 25-25)Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19, Giordan Watson 18/6 fráköst/10 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 18, Nenad Tomasevic 9, Páll Kristinsson 6, Friðrik E. Stefánsson 4/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 3, Egill Jónasson 2, Brenton Joe Birmingham 1. KR: Marcus Walker 21, Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/18 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 6/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Hreggviður Magnússon 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira