AGS óttast nýja kreppu á Vesturlöndunum 21. mars 2011 09:56 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er vitnað í ræðu sem John Lipsky aðstoðarforstjóri AGS hélt í Bejing í Kína um helgina. Lipsky segir að þessar opinberu skuldir fari hratt vaxandi og hafi meðal annars þau áhrif að fjárlagahalli þróuðustu ríkjanna í ár muni nema um 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Lipsky segir að þessi fjármálaþróun sé algerlega ósjálfbær. Nú þurfi að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í yfirstandandi kreppu og stjórnvöld verða að hætta að dæla inn fjármagni á markaði sína en í staðinn fara að fást við eftirköst slíkrar stefnu. Slíkt þýði mikinn niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Fram kom í máli Lipsky að þeir lágu vextir sem verið hafa í mörgum Vesturlanda muni ekki halda. Hann telur að til miðlungslangs tíma séð muni vextir á ríkisskuldabréfum hækka að meðaltali um 1 til 1,5%. Hann bendir á að þótt aðeins lægri talan í mati AGS verði veruleiki muni það hafa í för með sér að kostnaður G7 ríkjanna við að borga af skuldum sínum muni fara úr 1,5% og upp í 4,25% af landsframleiðslu þeirra. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er vitnað í ræðu sem John Lipsky aðstoðarforstjóri AGS hélt í Bejing í Kína um helgina. Lipsky segir að þessar opinberu skuldir fari hratt vaxandi og hafi meðal annars þau áhrif að fjárlagahalli þróuðustu ríkjanna í ár muni nema um 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Lipsky segir að þessi fjármálaþróun sé algerlega ósjálfbær. Nú þurfi að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í yfirstandandi kreppu og stjórnvöld verða að hætta að dæla inn fjármagni á markaði sína en í staðinn fara að fást við eftirköst slíkrar stefnu. Slíkt þýði mikinn niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Fram kom í máli Lipsky að þeir lágu vextir sem verið hafa í mörgum Vesturlanda muni ekki halda. Hann telur að til miðlungslangs tíma séð muni vextir á ríkisskuldabréfum hækka að meðaltali um 1 til 1,5%. Hann bendir á að þótt aðeins lægri talan í mati AGS verði veruleiki muni það hafa í för með sér að kostnaður G7 ríkjanna við að borga af skuldum sínum muni fara úr 1,5% og upp í 4,25% af landsframleiðslu þeirra.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent