AGS óttast nýja kreppu á Vesturlöndunum 21. mars 2011 09:56 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er vitnað í ræðu sem John Lipsky aðstoðarforstjóri AGS hélt í Bejing í Kína um helgina. Lipsky segir að þessar opinberu skuldir fari hratt vaxandi og hafi meðal annars þau áhrif að fjárlagahalli þróuðustu ríkjanna í ár muni nema um 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Lipsky segir að þessi fjármálaþróun sé algerlega ósjálfbær. Nú þurfi að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í yfirstandandi kreppu og stjórnvöld verða að hætta að dæla inn fjármagni á markaði sína en í staðinn fara að fást við eftirköst slíkrar stefnu. Slíkt þýði mikinn niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Fram kom í máli Lipsky að þeir lágu vextir sem verið hafa í mörgum Vesturlanda muni ekki halda. Hann telur að til miðlungslangs tíma séð muni vextir á ríkisskuldabréfum hækka að meðaltali um 1 til 1,5%. Hann bendir á að þótt aðeins lægri talan í mati AGS verði veruleiki muni það hafa í för með sér að kostnaður G7 ríkjanna við að borga af skuldum sínum muni fara úr 1,5% og upp í 4,25% af landsframleiðslu þeirra. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja. Fjallað er um málið í Jyllands Posten en þar er vitnað í ræðu sem John Lipsky aðstoðarforstjóri AGS hélt í Bejing í Kína um helgina. Lipsky segir að þessar opinberu skuldir fari hratt vaxandi og hafi meðal annars þau áhrif að fjárlagahalli þróuðustu ríkjanna í ár muni nema um 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Lipsky segir að þessi fjármálaþróun sé algerlega ósjálfbær. Nú þurfi að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í yfirstandandi kreppu og stjórnvöld verða að hætta að dæla inn fjármagni á markaði sína en í staðinn fara að fást við eftirköst slíkrar stefnu. Slíkt þýði mikinn niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Fram kom í máli Lipsky að þeir lágu vextir sem verið hafa í mörgum Vesturlanda muni ekki halda. Hann telur að til miðlungslangs tíma séð muni vextir á ríkisskuldabréfum hækka að meðaltali um 1 til 1,5%. Hann bendir á að þótt aðeins lægri talan í mati AGS verði veruleiki muni það hafa í för með sér að kostnaður G7 ríkjanna við að borga af skuldum sínum muni fara úr 1,5% og upp í 4,25% af landsframleiðslu þeirra.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira