Vikutilboð í Netto: Geimferð fyrir 10 milljónir 21. mars 2011 12:38 Tilboðabæklingur verslunarkeðjunnar Netto í Danmörku fyrir þessa viku er með nokkuð óvenjulegu sniði. Á milli auglýsinga um að kassinn af dósaöli sé á tæpar 80 danskra kr. og stór flaska af gosdrykkjum á 12 kr. danskar er að finna tilboð um geimferð á rúmlega hálfa milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljónir kr. „Uppfylltu draum þinn um að verða aðstoðarmaður geimflugmanns í ekta geimskipi sem flýgur alveg að mörkunum á gufuhvolfinu," segir í tilboðabæklingi Netto. Helle Stenbak innkaupastjóri Netto segir í samtali við Berlingske Tidende að þetta sé villtasta og dýrasta tilboð sem sett hafi verið inn í þessa vikulegu tilboðabæklinga keðjunnar. Helle segir einnig að margir hafi talið þetta vera snemmbúið aprílgabb en það er ekki málið. Tilboðið er liður í samstarfi Netto við fyrirtækið oplevelsesgaver.dk. Sjálf geimferðin verður á vegum bandaríska fyrirtækisins XCor sem notar Lynx flugvél sem það hefur smíðað til að senda einn farþega, ásamt flugmanni, út að endimörkum gufuhvolfsins. Flugvél þessi getur tekið á loft og lent á venjulegum flugvöllum. Þeir sem kaupa miða í þessar geimferðir fá sérstaka fimm daga þjálfun með í kaupunum þar sem þeim er kennt að ráða við þrýsting upp á 2,5 falt þyngdaraflið ásamt sérstakri læknisskoðun. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tilboðabæklingur verslunarkeðjunnar Netto í Danmörku fyrir þessa viku er með nokkuð óvenjulegu sniði. Á milli auglýsinga um að kassinn af dósaöli sé á tæpar 80 danskra kr. og stór flaska af gosdrykkjum á 12 kr. danskar er að finna tilboð um geimferð á rúmlega hálfa milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljónir kr. „Uppfylltu draum þinn um að verða aðstoðarmaður geimflugmanns í ekta geimskipi sem flýgur alveg að mörkunum á gufuhvolfinu," segir í tilboðabæklingi Netto. Helle Stenbak innkaupastjóri Netto segir í samtali við Berlingske Tidende að þetta sé villtasta og dýrasta tilboð sem sett hafi verið inn í þessa vikulegu tilboðabæklinga keðjunnar. Helle segir einnig að margir hafi talið þetta vera snemmbúið aprílgabb en það er ekki málið. Tilboðið er liður í samstarfi Netto við fyrirtækið oplevelsesgaver.dk. Sjálf geimferðin verður á vegum bandaríska fyrirtækisins XCor sem notar Lynx flugvél sem það hefur smíðað til að senda einn farþega, ásamt flugmanni, út að endimörkum gufuhvolfsins. Flugvél þessi getur tekið á loft og lent á venjulegum flugvöllum. Þeir sem kaupa miða í þessar geimferðir fá sérstaka fimm daga þjálfun með í kaupunum þar sem þeim er kennt að ráða við þrýsting upp á 2,5 falt þyngdaraflið ásamt sérstakri læknisskoðun.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent