Umfjöllun: ÍR kom Keflavík í opna skjöldu Elvar Geir Magnússon í Breiðholti skrifar 21. mars 2011 20:55 Kelly Biedler var öflugur í liði ÍR í kvöld. Mynd/Valli ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Miðað við hvernig Keflvíkingar byrjuðu leikinn var eins og þeir héldu að þeir gætu gengið að sigrinum vísum í Hellinum. ÍR-ingar hafa þó sýnt að ekkert lið getur gert það á þeirra heimavelli. ÍR byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu níu stigin. Forystan varð mest 21 stig í leikhlutanum en staðan var þá 29-8, Breiðhyltingum í vil. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 31-13. Tölur sem fáir bjuggust við að sjá og öflugir stuðningsmenn ÍR héldu að þeir væru í draumi. Þeir áttu þó eftir að sjá magnaðar sveiflur. Keflavík náði að rétta úr kútnum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 49-46, ÍR í vil. Gestirnir komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og virtist þá eins og allt væri að falla með þeim. Það fór mikið bensín í þessa endurkomu því ÍR-ingar spýttu í lófana, endurheimtu forystuna og létu hana aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og varnarleikur þeirra hreinlega arfadapur. Sigurður Þorvaldsson var eini ljósi punkturinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir hugarfarið og kraftinn í kvöld en með sigrinum náði liðið að sigrast á ákveðinni grýlu. Liðið vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 2008. Kelly Biedler skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld og tók tólf fráköst. Nemanja Sovic bætti við 22 stigum fyrir liðið en stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður með 27 stig en hann tók einnig tíu fráköst. ÍR-Keflavík 106-89 (49-46)ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36 Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27 Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Miðað við hvernig Keflvíkingar byrjuðu leikinn var eins og þeir héldu að þeir gætu gengið að sigrinum vísum í Hellinum. ÍR-ingar hafa þó sýnt að ekkert lið getur gert það á þeirra heimavelli. ÍR byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu níu stigin. Forystan varð mest 21 stig í leikhlutanum en staðan var þá 29-8, Breiðhyltingum í vil. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 31-13. Tölur sem fáir bjuggust við að sjá og öflugir stuðningsmenn ÍR héldu að þeir væru í draumi. Þeir áttu þó eftir að sjá magnaðar sveiflur. Keflavík náði að rétta úr kútnum í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 49-46, ÍR í vil. Gestirnir komust svo yfir snemma í síðari hálfleik og virtist þá eins og allt væri að falla með þeim. Það fór mikið bensín í þessa endurkomu því ÍR-ingar spýttu í lófana, endurheimtu forystuna og létu hana aldrei af hendi eftir það. Keflvíkingar voru langt frá sínu besta og varnarleikur þeirra hreinlega arfadapur. Sigurður Þorvaldsson var eini ljósi punkturinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir hugarfarið og kraftinn í kvöld en með sigrinum náði liðið að sigrast á ákveðinni grýlu. Liðið vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 2008. Kelly Biedler skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld og tók tólf fráköst. Nemanja Sovic bætti við 22 stigum fyrir liðið en stigahæstur hjá Keflavík var Sigurður með 27 stig en hann tók einnig tíu fráköst. ÍR-Keflavík 106-89 (49-46)ÍR: Kelly Biedler 27/12 fráköst/5 varin skot, Nemanja Sovic 22/10 fráköst, James Bartolotta 18/7 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 17/5 fráköst, Eiríkur Önundarson 10/8 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 27/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/6 fráköst, Thomas Sanders 9, Gunnar Einarsson 8, Halldór Örn Halldórsson 6/5 fráköst, Andrija Ciric 5/4 fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36 Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27 Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Sigurður: Byrjuðum eins og aumingjar Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í kvöld en Sigurður Þorsteinsson var klárlega þeirra besti maður. Þeir hefðu getað tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Seljaskóla í kvöld en það voru ÍR-ingar sem fögnuðu á endanum eftir 106-89 sigur. 21. mars 2011 21:36
Eiríkur: Þurfum að sanna okkur á útivelli "Það er orðið nokkuð síðan við unnum leik í úrslitakeppni og nokkuð síðan við unnum Keflavík. Þetta var mjög sætt,“ sagði Eiríkur Önundarson ÍR-ingur eftir að liðið vann 106-89 sigur á Keflvíkingum í kvöld. Það er því ljóst að oddaleik þarf í einvíginu, 21. mars 2011 21:27