„Við sýndum það hér í kvöld að við getum alveg staðið í þeim bestu," sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfelli í öðrum leik liðana í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla og knúði því fram oddaleik.
„Við erum með ungt og óreynt lið en með svona stuðningi frá áhorfendum þá hafðist þetta. Handritið var að hæga vel á leiknum og láta þá verða pirraða sem gekk fullkomlega upp í kvöld," sagði Pétur.
„Það verður virkilega verðugt verkefni fyrir okkur að fara í hólminn en þetta er samt algjörlega frábært fyrir okkur sem klúbb," sagði Pétur.
„Þetta verður alveg hörkuleikur í Stykkishólminum og við getum alveg sent Snæfell í frí rétt eins og þeir geta sent okkur í frí líka. Teningnum verður bara kastað upp á það hvaða lið mun fara áfram," sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Haukar eftir sigurinn í kvöld.
Körfubolti