Domenicali: Lykilatriði að vera með rétta keppnisáætlun til að sigra 22. mars 2011 13:16 Stefano Domenicali að störfum í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í fyrra með Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Yfirmaður Ferrrari, Stefano Domenicali telur að keppnisáætlanir Formúlu 1 liða muni ráða meiru en áður, hvað varðar sigurmöguleika ökumanna í mótum. Ástæðan er sú að nýr dekkjaframleiðandi, Pirelli mætir með dekk sem slitna hraðar en dekk sem voru notuð í fyrra og er það með ráðum gert. Til að reyna meira á ökumenn og keppnislið. Domenciali sagði í frétt á autosport.com í dag að Ferrari verði að nálgast mót á nýjan hátt og að taki verði fleiri þjónustuhlé í mótum. "Þetta er mikilvægt atriði hvað samstarf liðsmanna varðar í mótum, því fleiri þjónustuhlé þýðir að meðlimir liðsins eru enn mikilvægari en ella hvað varðar útkomuna í mótum. Það gæti farið svo að tímatakan og staðan á ráslínu verði ekki eins mikilvæg og í fyrra", sagði Domenicali. "Þetta þýðir einfaldlega að það er líklegra að bíll sem náði ekki besta tíma og er ekki fremstur á ráslíu geti samt sem áður orðið fyrstur í endamark. Það verður algjört lykilatriði á vera með rétta keppnisáætlun til að sigra í móti." Domenicali segir góðan liðsanda innan Ferrari liðsins og menn bíði áhugsamir eftir mótinu í Melbourne og það muni sýna hvar liðið stendur. "Það voru fimmtán æfingadagar í vetur í heildina. Ég er varfærinn að eðlisfari og til að meta stöðu okkar, þá verð ég að taka mið af því hvernig við æfðum, auk þess að skoða hvað önnur lið voru að gera. Við vitum ekki nákvæmlega hvað önnur lið voru að gera og því þarf að meta okkar stöðu varfærnislega", sagði Domenicali. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Yfirmaður Ferrrari, Stefano Domenicali telur að keppnisáætlanir Formúlu 1 liða muni ráða meiru en áður, hvað varðar sigurmöguleika ökumanna í mótum. Ástæðan er sú að nýr dekkjaframleiðandi, Pirelli mætir með dekk sem slitna hraðar en dekk sem voru notuð í fyrra og er það með ráðum gert. Til að reyna meira á ökumenn og keppnislið. Domenciali sagði í frétt á autosport.com í dag að Ferrari verði að nálgast mót á nýjan hátt og að taki verði fleiri þjónustuhlé í mótum. "Þetta er mikilvægt atriði hvað samstarf liðsmanna varðar í mótum, því fleiri þjónustuhlé þýðir að meðlimir liðsins eru enn mikilvægari en ella hvað varðar útkomuna í mótum. Það gæti farið svo að tímatakan og staðan á ráslínu verði ekki eins mikilvæg og í fyrra", sagði Domenicali. "Þetta þýðir einfaldlega að það er líklegra að bíll sem náði ekki besta tíma og er ekki fremstur á ráslíu geti samt sem áður orðið fyrstur í endamark. Það verður algjört lykilatriði á vera með rétta keppnisáætlun til að sigra í móti." Domenicali segir góðan liðsanda innan Ferrari liðsins og menn bíði áhugsamir eftir mótinu í Melbourne og það muni sýna hvar liðið stendur. "Það voru fimmtán æfingadagar í vetur í heildina. Ég er varfærinn að eðlisfari og til að meta stöðu okkar, þá verð ég að taka mið af því hvernig við æfðum, auk þess að skoða hvað önnur lið voru að gera. Við vitum ekki nákvæmlega hvað önnur lið voru að gera og því þarf að meta okkar stöðu varfærnislega", sagði Domenicali.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira