MP Banki þarf að greiða Byr 317 milljónir Valur Grettison skrifar 22. mars 2011 14:51 Byr bar sigurorð af MP Banka. MP Banki var dæmdur til þess að greiða Byr sparisjóði rétt tæplega 317 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Byr sakaði MP banka um að hafa stolið um 300 milljón króna vegna kúluláns til félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Hansa ehf. Byr vildi meina að MP Banki hefði selt sameiginlegt veð fyrir láninu án þess að greiða sparisjóðnum hluta af láninu sem var þeirra, eða 317 milljónir. Það var Sparisjóður Vélstjóra sem veitti Hansa tveggja og hálfs milljarða króna lán árið 2006. Síðar gerðu Byr og MP Banki með sér aðildarsamning þar sem bankinn eignaðist 40 prósent í lánasamningnum. Helstu veð Hansa fyrir kúluláninu voru hlutabréf í Straumi-Burðarás og Landsbankanum. Rétt fyrir hrunið fór hlutabréfaverð lækkandi sem varð til þess að Hansa lagði fram frekari veð í Landsbankanum vegna lánsins, og greiddi að auki 275 milljónir króna upp í lánið til að koma tryggingahlutföllum í lag. Fjárhæðin skiptist samkvæmt lánasamningi á milli Byrs og MP Banka. Verðmæti hinna veðsettu hlutabréfa í Landsbankanum héldu hins vegar áfram að lækka og var því var ákveðið að ganga að þeim í október 2008. Sparisjóðurinn kvaðst hafa fullvissu fyrir því að MP Banki hefði selt hlutabréfin í Landsbankanum, veðin það er að segja, fyrir ríflega hálfan milljarð króna, án þess að greiða sparisjóðnum 60 prósent upphæðarinnar, eða tæplega 317 milljónir króna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að Byr átti að fá þessi 60 prósent af seldum hlutum í Landsbankanum. Það var Stefán Bj. Gunnlaugsson sem flutti málið fyrir Byr. MP Banki hefur þrjá mánuði til þess að áfrýja málinu. Innlent Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
MP Banki var dæmdur til þess að greiða Byr sparisjóði rétt tæplega 317 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Byr sakaði MP banka um að hafa stolið um 300 milljón króna vegna kúluláns til félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Hansa ehf. Byr vildi meina að MP Banki hefði selt sameiginlegt veð fyrir láninu án þess að greiða sparisjóðnum hluta af láninu sem var þeirra, eða 317 milljónir. Það var Sparisjóður Vélstjóra sem veitti Hansa tveggja og hálfs milljarða króna lán árið 2006. Síðar gerðu Byr og MP Banki með sér aðildarsamning þar sem bankinn eignaðist 40 prósent í lánasamningnum. Helstu veð Hansa fyrir kúluláninu voru hlutabréf í Straumi-Burðarás og Landsbankanum. Rétt fyrir hrunið fór hlutabréfaverð lækkandi sem varð til þess að Hansa lagði fram frekari veð í Landsbankanum vegna lánsins, og greiddi að auki 275 milljónir króna upp í lánið til að koma tryggingahlutföllum í lag. Fjárhæðin skiptist samkvæmt lánasamningi á milli Byrs og MP Banka. Verðmæti hinna veðsettu hlutabréfa í Landsbankanum héldu hins vegar áfram að lækka og var því var ákveðið að ganga að þeim í október 2008. Sparisjóðurinn kvaðst hafa fullvissu fyrir því að MP Banki hefði selt hlutabréfin í Landsbankanum, veðin það er að segja, fyrir ríflega hálfan milljarð króna, án þess að greiða sparisjóðnum 60 prósent upphæðarinnar, eða tæplega 317 milljónir króna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að Byr átti að fá þessi 60 prósent af seldum hlutum í Landsbankanum. Það var Stefán Bj. Gunnlaugsson sem flutti málið fyrir Byr. MP Banki hefur þrjá mánuði til þess að áfrýja málinu.
Innlent Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun