MP Banki þarf að greiða Byr 317 milljónir Valur Grettison skrifar 22. mars 2011 14:51 Byr bar sigurorð af MP Banka. MP Banki var dæmdur til þess að greiða Byr sparisjóði rétt tæplega 317 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Byr sakaði MP banka um að hafa stolið um 300 milljón króna vegna kúluláns til félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Hansa ehf. Byr vildi meina að MP Banki hefði selt sameiginlegt veð fyrir láninu án þess að greiða sparisjóðnum hluta af láninu sem var þeirra, eða 317 milljónir. Það var Sparisjóður Vélstjóra sem veitti Hansa tveggja og hálfs milljarða króna lán árið 2006. Síðar gerðu Byr og MP Banki með sér aðildarsamning þar sem bankinn eignaðist 40 prósent í lánasamningnum. Helstu veð Hansa fyrir kúluláninu voru hlutabréf í Straumi-Burðarás og Landsbankanum. Rétt fyrir hrunið fór hlutabréfaverð lækkandi sem varð til þess að Hansa lagði fram frekari veð í Landsbankanum vegna lánsins, og greiddi að auki 275 milljónir króna upp í lánið til að koma tryggingahlutföllum í lag. Fjárhæðin skiptist samkvæmt lánasamningi á milli Byrs og MP Banka. Verðmæti hinna veðsettu hlutabréfa í Landsbankanum héldu hins vegar áfram að lækka og var því var ákveðið að ganga að þeim í október 2008. Sparisjóðurinn kvaðst hafa fullvissu fyrir því að MP Banki hefði selt hlutabréfin í Landsbankanum, veðin það er að segja, fyrir ríflega hálfan milljarð króna, án þess að greiða sparisjóðnum 60 prósent upphæðarinnar, eða tæplega 317 milljónir króna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að Byr átti að fá þessi 60 prósent af seldum hlutum í Landsbankanum. Það var Stefán Bj. Gunnlaugsson sem flutti málið fyrir Byr. MP Banki hefur þrjá mánuði til þess að áfrýja málinu. Innlent Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
MP Banki var dæmdur til þess að greiða Byr sparisjóði rétt tæplega 317 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Byr sakaði MP banka um að hafa stolið um 300 milljón króna vegna kúluláns til félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Hansa ehf. Byr vildi meina að MP Banki hefði selt sameiginlegt veð fyrir láninu án þess að greiða sparisjóðnum hluta af láninu sem var þeirra, eða 317 milljónir. Það var Sparisjóður Vélstjóra sem veitti Hansa tveggja og hálfs milljarða króna lán árið 2006. Síðar gerðu Byr og MP Banki með sér aðildarsamning þar sem bankinn eignaðist 40 prósent í lánasamningnum. Helstu veð Hansa fyrir kúluláninu voru hlutabréf í Straumi-Burðarás og Landsbankanum. Rétt fyrir hrunið fór hlutabréfaverð lækkandi sem varð til þess að Hansa lagði fram frekari veð í Landsbankanum vegna lánsins, og greiddi að auki 275 milljónir króna upp í lánið til að koma tryggingahlutföllum í lag. Fjárhæðin skiptist samkvæmt lánasamningi á milli Byrs og MP Banka. Verðmæti hinna veðsettu hlutabréfa í Landsbankanum héldu hins vegar áfram að lækka og var því var ákveðið að ganga að þeim í október 2008. Sparisjóðurinn kvaðst hafa fullvissu fyrir því að MP Banki hefði selt hlutabréfin í Landsbankanum, veðin það er að segja, fyrir ríflega hálfan milljarð króna, án þess að greiða sparisjóðnum 60 prósent upphæðarinnar, eða tæplega 317 milljónir króna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var sú að Byr átti að fá þessi 60 prósent af seldum hlutum í Landsbankanum. Það var Stefán Bj. Gunnlaugsson sem flutti málið fyrir Byr. MP Banki hefur þrjá mánuði til þess að áfrýja málinu.
Innlent Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira