Rauða spjaldið sem John Mensah fékk í leik Sunderland gegn Liverpool um helgina hefur nú verið dregið til baka.
Mensah fékk að líta beint rautt spjald fyrir að brjóta á Luis Suarez, leikmanni Liverpool, á 82. mínútu leiksins. Sunderland áfrýjaði spjaldinu og fékk sínu framgengt.
Þetta þýðir að Mensah mun ná leik Sunderland gegn Manchester City þann 3. apríl næstkomandi.
Mensah fer ekki í leikbann
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
