Nick Bradford verður í aðalhlutverki með Grindavík í kvöld þegar liðið fær Stjörnumenn í heimsókn í Röstina í Grindavík í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Nick Bradford hefur spilað ófáa stórleikina á fimm tímabilum sínum á Íslandi og nú er svo komið að hann er að fara spila sinn sjöunda oddaleik í kvöld. Bradford er búinn að vinna alla fjóra oddaleikina sína í 8 liða úrslitum og undanúrslitum en hann er hinsvegar búinn að tapa oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár.
Bradford spilaði bæði oddaleik með Njarðvík (8 liða úrslit á móti Stjörnunni) og Keflavík (lokaúrslit á móti Snæfelli) á síðasta tímabili. Hann getur því hjálpað við að slá út Stjörnuna annað árið í röð.
Bradford var með 22,7 stig, 7,0 fráköst og 5,3 stoðsendingar í fyrstu fjórum oddaleikjum sínum en var "aðeins" með 9,5 stig, 3 fráköst og 6,0 stoðsendingar í oddaleikjunum tveimur í fyrra.
Oddaleikir Nick Bradford í úrslitakeppni á Íslandi2003-2004 með Keflavík
8 liða úrslit: Keflavík 98-96 Tindastóll
(24 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolnir)
Undanúrslit: Grindavík 89-101 Keflavík
(31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolnir og 4 varin)
2004-2005 með Keflavík
8 liða úrslit: Keflavík 80-75 Grindavík
(29 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar)
2008-2009 með Grindavík
Lokaúrslit: KR 84-83 Grindavík
(33 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar)
2009-2010 með Njarðvík
8 liða úrslit:Stjarnan 72-88 Njarðvík
(13 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar)
2009-2010 með Keflavík
Lokaúrslit: Keflavík 69-105 Snæfell
(6 stig, 2 fráköst og 7 stoðsendingar)
2010-2011 með Grindavík
8 liða úrslit: Grindavík ??-?? Stjarnan
Bradford að spila sjöunda oddaleikinn á fimm tímabilum á Íslandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
