Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hefur ákveðið að grípa til gamalkunnra bragða til þess að peppa sitt lið upp fyrir oddaleikinn gegn Haukum í kvöld.
Strákarnir hans Inga hafa ekki verið líkir sjálfum sér í fyrstu leikjunum og Ingi allt annað en sáttur við þá.
Hann hefur því gefið leikmönnum það loforð að hlaupa eitt „suicide" fyrir hvert stig sem Snæfell vinnur leikinn í kvöld. Þessi hlaup eru ekki kölluð sjálfsmorðshlaup að óþörfu enda afar erfið.
Ingi og Benedikt Guðmundsson léku sama leik er þeir þjálfuðu KR og þá létu KR-strákarnir þá hlaupa hraustlega. Svo mikið reyndar að ákveðnir menn efuðumst um að þeir myndu lifa hlaupin af. Í það minnsta voru þeir algjörlega búnir á því eins og sjá má á myndinni hér að ofan.?
"Ég var í betra formi þá en núna en ég mun fara létt með þetta ef ég þarf að hlaupa," sagði Ingi Þór við Vísi en hann greip einnig til þess ráðs að hlaupa í fyrra.
Þá fór hann úr rútunni nokkrum kílómetrum fyrir utan Stykkishólm og hljóp heim eftir góðan sigur.
Ingi Þór kann þess utan sínum gamla lærisveini, Hlyni Bæringssyni, litlar þakkir fyrir að hafa lofað að hlaupa á nærbuxunum í kringum blokkina sína ef Haukar myndu vinna einvígið en þau ummæli kveiktu í Haukastrákunum.
"Annars er ég spenntur fyrir þessum leik. Það er bara tilhlökkun í gangi. Við vitum að við verðum að breyta hugarfari okkar. Megum ekki pirra okkur á hlutum sem skipta engu máli heldur einbeita okkur að því að spila körfubolta," sagði Ingi Þór.
Ingi lofar að hlaupa sjálfsmorðshlaup ef Snæfell vinnur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti

