Vettel: Erfitt að meta styrkleika keppinautanna 23. mars 2011 15:11 Sebastian Vettel lærði að rýja rollu á Warrock Cattle sveitabýlinu fyrir utan Melbourne í Ástralíu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að erfitt sé að meta hvernig hann stendur gagnvart keppinautum sínum. Hann keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu á sunnudaginn. "Það er óvissa að vita hvernig maður stendur miðað við aðra. Sú staða hefur aldrei verið til staðar", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Margir óvissuþættir eru í Formúlu 1 í ár og ekki síst útaf nýjum dekkjum frá Pirelli sem eiga að slitna hraðar og gætu kostað það að keppnislið verða að taka fleiri þjónustuhlé í mótum. Formúlu 1 keppnislið æfðu á brautum á Spáni í vetur og ökumenn skiptust á að ná besta tíma. "Við þurfum ekki að vera í óvissu með okkar lið. Við vitum hvað við höfum gert og við ættum að vera í góðum málum. Núna er bara málið að sjá hvar við stöndum gagnvart öðrum", sagði Vettel. Vettel sagði þetta á kynningu í Ástralíu, þar sem hann var látinn prófa að rýja rollu og stjórna fjárhundi, til að kynnast áströlsku sveitalífi. Vettel var frekar áhyggjufullur að meiða dýr við rúningu, en verður hvergi banginn í mótinu um helgina. "Ég verð ekki eins feiminn og í dag, því ég veit hvað ég ætla að gera", aðspurður um væntanlegt mót. "Við áttum góðan vetur og höfum ekið mikið. Við lentum ekki í neinum verulegum vandræðum með bílinn, bara smávægilegum, ekkert stórkostlegum. Þetta er besti veturinn til þessa. Það er hinsvegar erfiðara að segja hvar við stöndum gangvart öðrum." "Það eru allir með nýja hluti á bílum sínum, það eru nýjar reglur og ný dekk. Það er erfitt að finna það út hvar maður er staddur. Til þess komum við hingað og sjáum það í síðasta lagi á laugardaginn." Sem ríkjandi heimsmeistari er Vettel með rásnúmer 1 á bíl sínum á þessu ári. "Við byrjum allir á núlli og ég hef núll stig líka, eins og aðrir. Það kann að vera að það sé rásnúmer eitt á bílnum, en það þýðir ekki að ég sé fljótari í ár. Ég þarf að vinna af krafti og kreista allt út úr bílnum, til að vera viss um að vera í fremstu röð", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að erfitt sé að meta hvernig hann stendur gagnvart keppinautum sínum. Hann keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu á sunnudaginn. "Það er óvissa að vita hvernig maður stendur miðað við aðra. Sú staða hefur aldrei verið til staðar", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Margir óvissuþættir eru í Formúlu 1 í ár og ekki síst útaf nýjum dekkjum frá Pirelli sem eiga að slitna hraðar og gætu kostað það að keppnislið verða að taka fleiri þjónustuhlé í mótum. Formúlu 1 keppnislið æfðu á brautum á Spáni í vetur og ökumenn skiptust á að ná besta tíma. "Við þurfum ekki að vera í óvissu með okkar lið. Við vitum hvað við höfum gert og við ættum að vera í góðum málum. Núna er bara málið að sjá hvar við stöndum gagnvart öðrum", sagði Vettel. Vettel sagði þetta á kynningu í Ástralíu, þar sem hann var látinn prófa að rýja rollu og stjórna fjárhundi, til að kynnast áströlsku sveitalífi. Vettel var frekar áhyggjufullur að meiða dýr við rúningu, en verður hvergi banginn í mótinu um helgina. "Ég verð ekki eins feiminn og í dag, því ég veit hvað ég ætla að gera", aðspurður um væntanlegt mót. "Við áttum góðan vetur og höfum ekið mikið. Við lentum ekki í neinum verulegum vandræðum með bílinn, bara smávægilegum, ekkert stórkostlegum. Þetta er besti veturinn til þessa. Það er hinsvegar erfiðara að segja hvar við stöndum gangvart öðrum." "Það eru allir með nýja hluti á bílum sínum, það eru nýjar reglur og ný dekk. Það er erfitt að finna það út hvar maður er staddur. Til þess komum við hingað og sjáum það í síðasta lagi á laugardaginn." Sem ríkjandi heimsmeistari er Vettel með rásnúmer 1 á bíl sínum á þessu ári. "Við byrjum allir á núlli og ég hef núll stig líka, eins og aðrir. Það kann að vera að það sé rásnúmer eitt á bílnum, en það þýðir ekki að ég sé fljótari í ár. Ég þarf að vinna af krafti og kreista allt út úr bílnum, til að vera viss um að vera í fremstu röð", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira