Umfjöllun: Taugar Stjörnunnar betri í Röstinni Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 23. mars 2011 20:48 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. Settu niður tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi og kveiktu í húsinu. Garðbæingar náðu fljótlega áttum og unnu sig inn í leikinn. Verulega fast var tekist á og ekki ein auðveld karfa í boði. Grindvíkingar þó ávallt skrefi á undan og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-19. Grindavík hélt áfram að vera skrefi á undan í öðrum leikhluta en um miðjan leikhlutann hrundi sóknarleikur Grindavíkur og Stjarnan gekk á lagið. Þeir tóku völdin á vellinum og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Renato Lindmets og Justin Shouse að spila sérstaklega vel fyrir Stjörnuna en hjá Grindavík voru þeir Páll Axel og Ólafur Ólafsson að draga vagninn en mikið munaði um að Nick Bradford gat ekkert í fyrri hálfleik. Það verður seint sagt að það hafi verið mikil gæði í leiknum en baráttan var þeim mun meiri. Í þriðja leikhluta var Stjarnan að bæta sinn leik á meðan sami vandræðagangurinn var á sóknarleik Grindavíkur. Þeir fundu varla opið skot. Stjarnan gekk á lagið og náði tólf stiga forskoti, 44-56, þegar fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum. Þá var Helga Jónasi, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikhléið hjá Helga virkaði heldur betur því allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins í kjölfarið. Það kom miklu meiri grimmd í leik liðsins og þeir fóru að finna menn í opnum skotum. Auk þess fór Pettinella loksins að komast í boltann undir körfunni. Lokamínúturnar voru eign Grindavíkur og þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan með einu stigi, 55-56. Háspenna/lífshætta. Stemningin í kofanum í lokaleikhlutanum var rosaleg enda spennan yfirþyrmandi. Þakið ætlaði síðan af húsinu er Björn Steinar Brynjólfsson jafnaði leikinn, 58-58. Þegar Grindavík komst síðan yfir, 62-60, taldi Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, réttast að taka leikhlé. Fimm mínútur eftir. Spennan á lokamínútunum var hreint rosaleg. Hver sóknin á fætur annarri klúðraðist hjá liðunum sem virtust ráða illa við spennustigið. Kjartan Atli setti niður rosalegan þrist þegar mínúta var eftir. 64-67. Ískaldur. Ólafur Ólafsson svaraði því með því að keyra að körfunni, setja niður skotið og fá vítaskot sem hann kláraði reyndar ekki. 66-67. Shouse klikkaði síðan á skoti og í kjölfarið dæmd villa á Fannar Helgason. Grindavík með boltann og 30 sekúndur eftir. Ólafur klúðraði báðum vítunum. Ólafur braut síðan á Shouse er 14 sekúndur voru eftir. Shouse fór á línuna og kláraði bæði skotin. 66-69. Soskic fór í þristinn og klikkaði. Grindavík náði frákastinu og fékk svo dæmd tvö víti en það dugði eðlilega ekki að klára þau bæði til þess að vinna leikinn. Þorleifur klúðraði fyrra skotinu og varð að klúðra því seinna líka. Grindavík náði ekki frákastinu og Stjarnan fagnaði því afar sætum sigri, 66-69. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39)Grindavík: Mladen Soskic 16/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Nick Bradford 2.Stjarnan: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. Settu niður tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi og kveiktu í húsinu. Garðbæingar náðu fljótlega áttum og unnu sig inn í leikinn. Verulega fast var tekist á og ekki ein auðveld karfa í boði. Grindvíkingar þó ávallt skrefi á undan og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-19. Grindavík hélt áfram að vera skrefi á undan í öðrum leikhluta en um miðjan leikhlutann hrundi sóknarleikur Grindavíkur og Stjarnan gekk á lagið. Þeir tóku völdin á vellinum og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Renato Lindmets og Justin Shouse að spila sérstaklega vel fyrir Stjörnuna en hjá Grindavík voru þeir Páll Axel og Ólafur Ólafsson að draga vagninn en mikið munaði um að Nick Bradford gat ekkert í fyrri hálfleik. Það verður seint sagt að það hafi verið mikil gæði í leiknum en baráttan var þeim mun meiri. Í þriðja leikhluta var Stjarnan að bæta sinn leik á meðan sami vandræðagangurinn var á sóknarleik Grindavíkur. Þeir fundu varla opið skot. Stjarnan gekk á lagið og náði tólf stiga forskoti, 44-56, þegar fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum. Þá var Helga Jónasi, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikhléið hjá Helga virkaði heldur betur því allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins í kjölfarið. Það kom miklu meiri grimmd í leik liðsins og þeir fóru að finna menn í opnum skotum. Auk þess fór Pettinella loksins að komast í boltann undir körfunni. Lokamínúturnar voru eign Grindavíkur og þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan með einu stigi, 55-56. Háspenna/lífshætta. Stemningin í kofanum í lokaleikhlutanum var rosaleg enda spennan yfirþyrmandi. Þakið ætlaði síðan af húsinu er Björn Steinar Brynjólfsson jafnaði leikinn, 58-58. Þegar Grindavík komst síðan yfir, 62-60, taldi Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, réttast að taka leikhlé. Fimm mínútur eftir. Spennan á lokamínútunum var hreint rosaleg. Hver sóknin á fætur annarri klúðraðist hjá liðunum sem virtust ráða illa við spennustigið. Kjartan Atli setti niður rosalegan þrist þegar mínúta var eftir. 64-67. Ískaldur. Ólafur Ólafsson svaraði því með því að keyra að körfunni, setja niður skotið og fá vítaskot sem hann kláraði reyndar ekki. 66-67. Shouse klikkaði síðan á skoti og í kjölfarið dæmd villa á Fannar Helgason. Grindavík með boltann og 30 sekúndur eftir. Ólafur klúðraði báðum vítunum. Ólafur braut síðan á Shouse er 14 sekúndur voru eftir. Shouse fór á línuna og kláraði bæði skotin. 66-69. Soskic fór í þristinn og klikkaði. Grindavík náði frákastinu og fékk svo dæmd tvö víti en það dugði eðlilega ekki að klára þau bæði til þess að vinna leikinn. Þorleifur klúðraði fyrra skotinu og varð að klúðra því seinna líka. Grindavík náði ekki frákastinu og Stjarnan fagnaði því afar sætum sigri, 66-69. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39)Grindavík: Mladen Soskic 16/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Nick Bradford 2.Stjarnan: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum