Bradford hættur - útilokar ekki að þjálfa á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2011 14:45 Glæstur ferill Braford á Íslandi endaði á bekknum þar sem hann átti afar erfitt með sig. Mynd/Valli Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. "Það var óneitanlega sérstakt að fylgjast með af bekknum og afar erfitt verð ég að viðurkenna," sagði Bradford. "Þetta var minn síðasti leikur. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum." Bradford segir að það sé kominn tími á næsta skref á sínum ferli en hann hyggur á feril sem körfuknattleiksþjálfari. "Stefnan er að komast að hjá þjálfarateymi í háskóla í Bandaríkjunum. Vonandi gerist það næsta sumar," sagði Bradford sem virðist vera ansi vel tengdur í Bandaríkjunum. "Ég mun taka fund með Roy Williams sem þjálfar körfuboltalið North Carolina-háskólans. Ég mun líka ræða við þá Bill Self og Danny Manning hjá Kansas. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því," sagði Bradford en þessir tveir skólar eru með þeim stærri í bandaríska háskólaboltanum. Bradford er án nokkurs vafa einn vinsælasti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað hér á landi og skilur eftir djúp spor í íslenskri körfuboltasögu. Hann hefur sterk tengsl við Ísland eftir alla dvölina á Íslandi og vill alls ekki útiloka að þjálfa hér á landi fái hann tækifæri til þess. "Ég er opinn fyrir því og mér hefur alltaf liðið vel hér. Það hefur enginn nefnt neitt slíkt við mig enn sem komið er en ég vil alls ekki útiloka möguleikann. Eina sem er ákveðið er að ég mun hella mér út í þjálfun af fullum krafti núna." Bradford fer fljótlega af landi brott til heimabæjar síns í Arkansas. Þar mun hann hitta son sinn í fyrsta skipti en hann fæddist 14. mars síðastliðinn. "Það verður frábært að hitta litla strákinn minn. Þetta er mitt fyrsta barn og ég get ekki beðið eftir að halda á honum," sagði Bradford sem býst við að koma reglulega í heimsóknir til Íslands. "Ég á marga góða vini á Íslandi sem ég vil halda tengslum við. Ég er þakklátur fyrir það hversu Íslendingar hafa reynst mér vel og hér hef ég alltaf notið virðingar. Það verður gaman að koma í heimsókn síðar." Dominos-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. "Það var óneitanlega sérstakt að fylgjast með af bekknum og afar erfitt verð ég að viðurkenna," sagði Bradford. "Þetta var minn síðasti leikur. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum." Bradford segir að það sé kominn tími á næsta skref á sínum ferli en hann hyggur á feril sem körfuknattleiksþjálfari. "Stefnan er að komast að hjá þjálfarateymi í háskóla í Bandaríkjunum. Vonandi gerist það næsta sumar," sagði Bradford sem virðist vera ansi vel tengdur í Bandaríkjunum. "Ég mun taka fund með Roy Williams sem þjálfar körfuboltalið North Carolina-háskólans. Ég mun líka ræða við þá Bill Self og Danny Manning hjá Kansas. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því," sagði Bradford en þessir tveir skólar eru með þeim stærri í bandaríska háskólaboltanum. Bradford er án nokkurs vafa einn vinsælasti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað hér á landi og skilur eftir djúp spor í íslenskri körfuboltasögu. Hann hefur sterk tengsl við Ísland eftir alla dvölina á Íslandi og vill alls ekki útiloka að þjálfa hér á landi fái hann tækifæri til þess. "Ég er opinn fyrir því og mér hefur alltaf liðið vel hér. Það hefur enginn nefnt neitt slíkt við mig enn sem komið er en ég vil alls ekki útiloka möguleikann. Eina sem er ákveðið er að ég mun hella mér út í þjálfun af fullum krafti núna." Bradford fer fljótlega af landi brott til heimabæjar síns í Arkansas. Þar mun hann hitta son sinn í fyrsta skipti en hann fæddist 14. mars síðastliðinn. "Það verður frábært að hitta litla strákinn minn. Þetta er mitt fyrsta barn og ég get ekki beðið eftir að halda á honum," sagði Bradford sem býst við að koma reglulega í heimsóknir til Íslands. "Ég á marga góða vini á Íslandi sem ég vil halda tengslum við. Ég er þakklátur fyrir það hversu Íslendingar hafa reynst mér vel og hér hef ég alltaf notið virðingar. Það verður gaman að koma í heimsókn síðar."
Dominos-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira