Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður sent út í háskerpu á Stöð 2 Sport um
helgina og tímatakan, kappaksturinn og þátturinn Endamarkið verða í opinni
dagskrá.
Nítján mót eru á dagskrá í Formúlu 1 árið 2011 og spurning hvort mótið í
Barein verður sett aftur á dagskrá. Því var frestað á dögunum vegna
pólitísks ástands í landinu. Mótshaldarar hafa frest til 1. maí til að
sækja um að halda mót að nýju á þessu ári.
FOM rétthafi Formúlu 1 mun senda öll mót út beint í háskerpu eða HD eins
og það er stundum kallað, en enski boltinn er sendur út í slíku formi á
Stöð 2 Sport þegar tækifæri er til.
Jón Ívarsson, tæknistjóri 365 segir að myndgæði útsendinga í HD geti
verið allt að 40-50% meiri en í hefðbundnum útsendingum, ef réttur búnaður
er til taks heima í stofu. Sérstakan myndlykil þarf til að taka á móti HD
merkinu og HD sjónvarp, sem skilar þessum gæðum í hús.
"Formúlan verður í háskerpu, um helgina og örugglega í fyrstu þremur mótunum. Þegar hún rekst á við skipulagðar HD útsendingar í enska boltann hvað tímasetningar varðar, þá verður hún ekki í HD", sagði Emilía Sighvatsdóttir, dagskrárstjóri á Stöð 2 Sport um væntanlegar útsendingar frá Formúlu 1.
"Tímatakan, keppnin og þátturinn Endamarkið eru send út í opinni dagskrá og þegar um næturútsendingar er að ræða eins og um helgina, þá eru endursýningar líka sýndar í opinni dagskrá."
Nú þegar er ljóst er að fyrstu þrjú Formúlu 1 mót ársins verða send út í háskerpu og sama verður með önnur mót sem skarast ekki á við HD útsendingar frá enska boltanum. Því ættu t.d. öll mót sumarsins í Formúlu 1 ættu að verða í háskerpu.
Fyrsti Formúlu 1 þátturinn á Stöð 2 Sport verður á föstudagskvöld kl.
20:30, en þá verður samantekt frá tveimur æfingum Formúlu 1 liða í nótt. Á
aðfaranótt laugardags verður bein útsending í frá þriðju æfingu kl. 02.55,
tímatakan er kl. 05:45. Tímatakan er endursýnd kl. 12:00 á laugardag.
Ítarlega verður fjallað um nýjungar í reglum og búnaði bílanna og nýja
ökumenn í upphitun fyrir kappaksturinn og hefst upphitunin kl. 05:30 á
sunnudag. Strax í kjölfarið fer kappaksturinn í gang.
Eftir kappaksturinn er þátturinn Endmarkið, þar sem sérfræðingar fara yfir
allt það helsta sem gerðist í mótinu og skoða myndskeið af því lútandi.
Áætluð útsending hans er kl. 08:00. Endursýning frá kappakstrinum er kl.
12:00 og Endmarkið fylgir í kjölfarið.
Formúla 1 send út í háskerpu í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport um helgina
