Fótbolti

Forseti Barcelona: Við munum ekki hækka okkar tilboð í Fabregas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sandro Rosell, forseti Barcelona, segir að félagið sé hætt eltingarleiknum við Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, og að Barcelona mun ekki hækka tilboðs sitt í spænska landsliðsmanninn í sumar.

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, vill fá Cesc Fabregas í leikmannahópinn sinn en Rosell er ekki tilbúinn að borga svona mikið fyrir hann.

„Barca er ekki bilbúið að borga 50 milljónir evra fyrir Cesc Fabregas næsta sumar. Við erum búnir að ákveða það og þó að Guardiola heimti að fá þennan leikmann þá munum við ekki borga svona mikið fyrir hann," sagði Sandro Rosell í viðtali við spænska blaðið Sport.

„Það er ómögulegt að borga svona mikið fyrir einn leikmann þótt að verð leikmanna fari alltaf hækkandi. Við erum búnir að bjóða Arsenal 40 milljónir evra en það kemur ekki til greina að borga 50 milljónir evra," sagði Sandro Rosell.

„Ef að þjálfarinn heimtar það þá munum við reyna að fara í samningarviðræður við Arsenal en við gerum það aðeins á réttum forsendum að slepptri allri geðveikinni. Ef það er ekki í boði þá horfum við annað," sagði Rosell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×