Vettel: Gott að leggja línurnar með sigri í fyrsta mótinu 27. mars 2011 11:15 Sebastian Vettel fagnar sigri í Melbourne í dag og Lewis Hamilton öðru sætinu. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ánægður með sigurinn á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hóf titilvörnina með sigri. "Ég er mjög ánægður og þetta var góð helgi. Ég sat í góðum bíl og keppnin gekk vel. Það róaðist allt í lokin og Lewis pressaði ekki mikið, þannig að við réðum ferðinni", sagði Vettel eftir keppnina. "Ræsingin var lykilatriði og hún tókst vel hjá mér. Ég vissi ekki hvort það var nóg, en svo sá ég Lewis og Mark berjast um stöðu. Ég náði forskoti og hélt bilinu fram að fyrsta þjónustuhléinu." "Þegar dekkin voru orðin griplítil, þá náði Lewis að vinna tíma á mig. Ég lét skipta um dekk á réttum tíma. Eftir fyrsta hléið var mikilvægt að komast framhjá Jenson og það tókst. Í seinni hluta mótsins vissi ég ekki hver staðan var fyrir aftan Lewis, en ég náði svo að stjórna ferðinni á lokasprettinum." "Við lærðum heilmikið í dag og það var gott að mæta til leiks og leggja línurnar", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ánægður með sigurinn á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hóf titilvörnina með sigri. "Ég er mjög ánægður og þetta var góð helgi. Ég sat í góðum bíl og keppnin gekk vel. Það róaðist allt í lokin og Lewis pressaði ekki mikið, þannig að við réðum ferðinni", sagði Vettel eftir keppnina. "Ræsingin var lykilatriði og hún tókst vel hjá mér. Ég vissi ekki hvort það var nóg, en svo sá ég Lewis og Mark berjast um stöðu. Ég náði forskoti og hélt bilinu fram að fyrsta þjónustuhléinu." "Þegar dekkin voru orðin griplítil, þá náði Lewis að vinna tíma á mig. Ég lét skipta um dekk á réttum tíma. Eftir fyrsta hléið var mikilvægt að komast framhjá Jenson og það tókst. Í seinni hluta mótsins vissi ég ekki hver staðan var fyrir aftan Lewis, en ég náði svo að stjórna ferðinni á lokasprettinum." "Við lærðum heilmikið í dag og það var gott að mæta til leiks og leggja línurnar", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira