Rússinn Petrov þakklátur fyrir stuðning Renault 28. mars 2011 09:44 Sebastian Vettel og Vitaly Petrov fagna hvor öðrum í Melbourne í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Rússinn Vitaly Petrov varð í gær fyrsti Rússinn til að komast á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann keppti í fyrstu keppni ársins í Ástralíu. Petrov varð á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Petrov lét ekki Fernando Alonso ógna sér á lokasprettinum, rétt eins og í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Stóðst honum snúning á Renault bílnum. Veturinn var erfiður hjá liði Petrovs þar sem Robert Kubica, liðsfélagi Petrovs slasaðist alvarlega í rallkeppni og enn er óljóst hvort hann keppir á ný. "Ég er hæstánægður að komast á verðlaunapall, sérstaklega eftir erfiðan vetur hjá liðinu. Jafnvel á æfingum vissum við ekki stöðu okkar gagnvart keppinautum okkar, en bættum bílinn í sífellu", sagði Petrov. "Ég ræsti vel af stað í mótinu, sem var lykillinn að árangri mínum, því ég komst framúr Alonso og Button og hafði auða braut fyrir framan mig. Gat gætt þess að passa upp á dekkin, þó ég tæki á bílnum." "Við vorum með rétta þjónustuáætlun. Tókum tvö hlé og það virkaði vel. Ég er þakklátur liðinu fyrir að styðja við bakið á mér í vetur. Þessi úrslit eru fyrir alla og ég er algjörlega í skýjunum", saqði Petrov. Formúla Íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov varð í gær fyrsti Rússinn til að komast á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann keppti í fyrstu keppni ársins í Ástralíu. Petrov varð á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Petrov lét ekki Fernando Alonso ógna sér á lokasprettinum, rétt eins og í lokamótinu í Abu Dhabi í fyrra. Stóðst honum snúning á Renault bílnum. Veturinn var erfiður hjá liði Petrovs þar sem Robert Kubica, liðsfélagi Petrovs slasaðist alvarlega í rallkeppni og enn er óljóst hvort hann keppir á ný. "Ég er hæstánægður að komast á verðlaunapall, sérstaklega eftir erfiðan vetur hjá liðinu. Jafnvel á æfingum vissum við ekki stöðu okkar gagnvart keppinautum okkar, en bættum bílinn í sífellu", sagði Petrov. "Ég ræsti vel af stað í mótinu, sem var lykillinn að árangri mínum, því ég komst framúr Alonso og Button og hafði auða braut fyrir framan mig. Gat gætt þess að passa upp á dekkin, þó ég tæki á bílnum." "Við vorum með rétta þjónustuáætlun. Tókum tvö hlé og það virkaði vel. Ég er þakklátur liðinu fyrir að styðja við bakið á mér í vetur. Þessi úrslit eru fyrir alla og ég er algjörlega í skýjunum", saqði Petrov.
Formúla Íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira